Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla
Fréttir 26. apríl 2022

Beint frá býli verður aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Á aðalfundi Beint frá býli (BFB), sunnudaginn 24. apríl, var samþykkt að BFB yrði aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM).

Í tilkynningu frá SSFM kemur fram að aðildarfélög þess séu áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn. Með aðildinni öðlast félagsmenn BFB öll þau réttindi og skyldur sem fullgildir félagsmenn SSFM hafa.

Oddný Anna Björnsdóttir verður framkvæmdastjóri beggja félaga. Stjórnir félaganna áætla að funda að lágmarki tvisvar á ári tengt áætlanagerð, en stefnumótandi markmið og aðgerðaáætlun verða sameiginleg.

Við undirskrift samningsins voru þegar 21 af 54 félagsmönnum BFB einnig félagsmenn í SSFM og bættust því við 33 félagsmenn við félagaskrá SSFM, sem telur nú á þriðja hundrað og 112 á lögbýli.

Eitt aðildargjald fyrir bæði félög

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að félagsmenn BFB muni aðeins þurfa að greiða eitt aðildargjald fyrir aðild að báðum félögum, sem er 20.000 krónur, og renna 17.500 krónur inn í sameiginlegan rekstur félaganna. Þegar félögin sameinast um að sækja um styrki, skrifa umsagnir, áskoranir, þátttöku á fundum, ráðstefnum, sýningum og svo framvegis verður það í nafni beggja félaga.

Félagsmönnum í SSFM sem eru á lögbýlum, en eru ekki félagsmenn í BFB, verður boðin aðild að BFB sem kostar þá aðeins 2.500 krónur aukalega. Í gegnum hana geta þeir meðal annars sett gæðamerki félagsins, Beint frá býli - frá fyrstu hendi, á vörur sínar að uppfylltum skilyrðum og notað merki félagsins og hugtakið „beint frá býli“ í markaðssetningu og selt vörur sínar í gegnum pöntunarsíðu félagsins, www.beintfrabyli.is sem var endurgerð árið 2020.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...