Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts
Fréttir 3. júní 2016

Bein útsending frá kynbótasýningu og úrtöku Spretts

Landssamband hestamannafélaga og Landsmót hestamanna hafa gengið frá samkomulagi við hugbúnaðarfyrirtækið OZ um umsjón með streymi á myndefni frá Landsmóti hestamanna sem hefst á Hólum í Hjaltadal 27. júní nk.

Liður í undirbúningi fyrir þessar útsendingar er bein útsending frá yfirlitssýningu kynbótahrossa í Spretti föstudaginn 3. júní sem og útsending frá Gæðingamóts Spretts 4. júní og 5. júní.

Í tilkynningu frá verkefnisstjórn Landsmóts hestamanna segir að á yfirlitssýningunni í Spretti munu koma fram margir af hæst dæmdu graðhestum og hryssum landsins, t.d. Hrafn frá Efri-Rauðalæk, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Ölnir frá Akranesi, Konsert frá Hofi, Nípa frá Meðalfelli, Hnit og Jörð frá Koltursey.

Í Gæðingakeppni Spretts mæta einnig glæsilegir gæðingar sem vert er að fylgjast með, t.d. Arion frá Eystra-Fróðholti, Straumur frá Feti, Stemma frá Bjarnanesi, Lexus frá Vatnsleysu og Vökull frá Efri-Brú.

Auk beinnar útsendingar gefst notendum OZ-appsins og vefsins að horfa á upptökur frá hverjum degi fyrir sig eftir að keppni lýkur.

Tilraunaútsendingin er áhorfendum að kostnaðarlausu

Til að nálgast útsendinguna er byrjað að skrá sig í gegnum https://oz.com/LH og velja “GET ACCESS”, til að fá frían aðgang. Eftir skráningu má hlaða niður appi fyrir öll helstu tæki, eða horfa á útsendinguna í gegnum vefinn.

Ætlunin er að bjóða upp á fyrsta flokks streymi frá kynbótasýningum og gæðingakeppni á Landsmóti í gegnum OZ appið þar sem einnig verður hægt að nálgast eldra efni tengt hestamennskunni.  Þá er ætlunin að önnur mót s.s. Íslandsmót verði einnig aðgengileg. Nánari útfærsla á útsendingum frá LM, verð, ofl. verður kynnt fljótlega,“ segir í tilkynningunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...