Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Baunir framtíðarinnar
Fréttir 4. maí 2015

Baunir framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nærri 400 milljónir manna reyða sig á baunir sem hluta af daglegri fæðu sinni. Árið 2050 gæti ræktun bauna í heiminum hafa dregist saman um 50% aukist lofthiti sem sama hraða og spár gera ráð fyrir.

Árið 2012 hóf stofnunin Consultative Group for International Agricultural Research (CGIAR) í Eþíópíu rannsóknir á ríflega þúsund mismunandi tegundum af baunum.

Tilgangur rannsóknanna var að finna hita- og þurrkþolnustu baunirnar og baunir sem hægt væri að rækta á svæðum þar sem hlýnun jarðar gerði ræktun ýmissa algengra baunategunda í dag ómögulega.

Baunir eru upprunnar í fjalllendi Mið- og Suður Ameríku og þrátt fyrir langaræktunarsögu þrífast þær illa fari loft hiti yfir ákveðin mörk auk þess sem þær þurfa mikið vatn. Umrædd rannsókn fór fram í Kólumbíu, bæði utandyra og í gróðurhúsum. Rannsóknin leiddi þess að 30 tegundir af baunum voru valdar til áframræktunar.

Spár gera ráð fyrir að ræktun bauna sem algengar eru í dag geti dregist saman um 50% fyrir árið 2050 í Suður Ameríku og Afríku þar sem neysla þeirra er almennust vegna hækkunar lofthita. Talið er að baunirnar sem valdar voru til áfram ræktunar lofi góðu fyrir fjölda svæða í Afríku þar sem matarskortur er ríkjandi í dag.

Aðstandendur rannsóknanna segjast vilja koma í veg fyrir að fjölþjóðleg fyrirtæki nái yfirráðum yfir baununum og vonast til að geta selt smábændum í Afríku og Suður Ameríku baunir í litlum einingum sem þeir hafa á að kaupa en ekki í 50 kílóa sekkjum sem eru langt utan við kaupgetu þeirra.

Eftir að bændurnir hefja ræktun baunanna eiga þeir svo að hafa leyfi til að safnað fræjum og sá þeim á næsta ræktunartímabil en ekki að þurfa að kaupa þau aftur vegna einkaleyfa ákvæða.

Skylt efni: Baunir | hlýnun jarðar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f