Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Líf og starf 12. júní 2021

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok

Höfundur: HKr.

Víða má nú sjá merar með nýköstuð folöld sín sem eru að feta sín fyrstu spor í þessu lífi. Margir voru því með hugann við þessa fallegu ferfætlinga þegar stormur skall á sunnan- og vestanvert landið síðustu helgina í maí.


Eiríkur Vilhelm Sigurðarson er einn þeirra sem fór að líta eftir folöldunum sem voru í haga í stóðinu í Árbæjarhjáleigu II, Rangárþingi ytra, rétt vestan við Ytri-Rangá sunnudagskvöldið 30. maí.
Eiríkur sagði í samtali við Bændablaðið að fölöldin hafi borið sig nokkuð vel þrátt fyrir rokið, enda var hvorki kalt né mikil rigning. Smellti Eiríkur nokkrum fallegum myndum af folöldunum til að gleðja augu lesenda Bændablaðsins.


Eiríkur starfar annars sem markaðs- og kynningarfulltrúi á Hellu og var ráðinn af Rangárbökkum, þjóðarleikvangi íslenska hestsins ehf., sem framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2020. Mótið átti sem kunnugt er að halda á Hellu, en ekkert varð af því vegna COVID-19. Eiríkur stefnir samt ótrauður á að halda mótið sumarið 2022. Segir hann alla aðstöðu á mótsvæðinu vera mjög góða og með stóru og vel búnu tjaldsvæði. Þar er á hverju ári plantað fjölda trjáa til að mynda skjólbelti sem smám saman er að taka á sig svip.


„Þá er búið að skipuleggja lóðir fyrir hesthúsahverfi þarna á svæðinu og þegar búið að úthluta 8 lóðum. Þar fer uppbygging væntanlega af stað í haust,“ segir Einar.

Folaldið hennar Strýtlu.
Caption
Glókolla frá Skarði með folald sitt undan Blesa frá Heysholti.
Caption
Rauðstjörnótt hryssa undan Heklu frá Skarði og Draupni frá Stuðlum.
Caption

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f