Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Barnaþrælkun við námugröft
Fréttir 18. febrúar 2016

Barnaþrælkun við námugröft

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast vera búin að rekja uppruna kóbalts sem notað er í rafhlöður sem aftur eru meðal annars notaðar í tölvur og farsíma til náma í Afríkuríkinu Kongó þar sem sjö ára börn vinna við námugröft.

Samkvæmt Amnesty þræla allt niður í sjö ára börn tólf tíma á dag við lífshættulegar aðstæður í námum í Kongó þar sem unnið er kóbalt sem fyrirtæki eins og Apple, Microsoft og Vodafone nota við framleiðslu á tölvum, farsímum og fjarskiptabúnaði. Ríflega helmingur af öllu kóbalti á markaði í heiminum kemur frá Kongó.

Tölvu- og fjarskiptafyrirtæki helstu kaupendur kóbalts

Í skýrslu Amnesty um málið segir að kóbaltið úr umræddum námum sé aðallega að finna í lithiun-batteríum sem seld eru til margra fjölþjóðlegra tölvu- og fjarskiptafyrirtækja.

Laun þeirra, barna og fullorðinna, sem vinna við námugröftinn eru sögð vera einn til tveir bandaríkjadalir á dag eða um 130 til 260 krónur íslenskar og því í raun um þrældóm að ræða. Aðstæður starfsfólks eru sagðar fyrir neðan allar hellur og hreinlætis- og svefnaðstæður ekki fólki bjóðandi. Í skýrslunni segir einnig að fólk sé kúgað af öryggisvörðum til að láta af hendi þau litlu laun sem það fær.

Starfsfólk þarf að skila tilskildu magni af kóbalti eða vinnu á dag og standi það sig ekki er það beitt ofbeldi og barið reyni það að kvarta.

40 þúsund börn í Kongó þræla í námum

Samkvæmt skýrslu Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, frá 2102, starfa um 40 þúsund börn við námuvinnslu í Kongó og um 20% af þeim i kóbaltnámum.

Vinnustundir barnanna er að lágmarki tólf klukkustundir á dag án hlífðarbúnaðar og viðunandi heilsugæslu.

Stærsta kóbaltnáma í Kongó er í eigu og rekið af kínverska námufyrirtækinu Zhejiang Huayou Cobalt Ltd. Í skýrslu Amnesty er haft eftir talsmanni fyrirtækisins að honum sé ekki kunnugt um að börn séu við störf í námum þess.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...