Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Barnateppið Jörð
Mynd / IS
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Höfundur: Ingibjörg Sveinsdóttir

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Stærð: 65 x 65 cm eftir strekkingu

Garn: Dís frá Uppspuna, 100% íslensk ull (í 100 g eru 440 m). Grunnlitur: 75 g        Litur á kanti: 55 g

Prjónar: 80 cm hringprjónn nr. 3,5.

Prjónafesta í mynstri á miðju teppis: 22 L x 26 umf gera 10x10 cm.

Byrjað er á því að prjóna miðju teppisins, fram og til baka. Síðan er prjónaður kantur utan um allt teppið. Lesið alla uppskriftina áður en byrjað er að prjóna.

Skýringar:

S prjónið slétt 

B prjónið brugðið       

Y slá uppá

Uppfit

Fitjið upp 101 L með grunnlit.

Miðja

Prjónað með grunnlit. Prjónað er fram og til baka þar til stykkið er u.þ.b. ferhyrnt eða ca 45 cm. Síðasta umferð er á réttunni.

Umf 1 og 3 réttan. Prjónið slétt. Umf 2 rangan. 1S *(3Bs, Y, 1B), 1S*.

Umf 4 rangan. 1S, 1B, 1S (3Bs, Y, 1B), 1S*, 1B, 1S.

Skýringar: 3Bs, Y, 1B, í sömu lykkju = Þrjár lykkjur prjónaðar brugnar saman og búnar til þrjár nýjar um leið. Aðferðin er eftirfarandi: Prjónið 3 lykkjur brugnar saman en hafið þær áfram á vinstri prjóni, sláið uppá, prjónið síðan þessar 3 lykkjur brugnar saman aftur og sleppið upphaflegu lykkjunum af vinstri prjóninum. (Video á youtube, leitið að Daisy stitch).

Umf 1 og 3 réttan. Prjónið slétt. Umf 2 rangan. 1S, *(3Bs, Y, 1B), 1S*.

Umf 4 rangan. 1S, 1B, 1S, *(3Bs, Y, 1B), 1S*, 1B, 1S.

Taka upp lykkjur á hliðum

Haldið áfram með grunnlit. Byrjið á því að auka út um 1L í enda prjónsins. Setjið prjónamerki.

Takið því næst upp 102 L á hverri hlið og setjið prjónamerki á öll horn. Alls eru 408 L á prjóninum. Prjónið eina umferð slétt.

Kantur

Prjónað með lit fyrir kantinn. Önnur hver umferð (sléttar tölur) er prjónuð slétt.

Affelling

Fellt er af með tveimur þráðum af lit fyrir kantinn. Affelling er gerð á eftirfarandi hátt: Takið fyrstu lykkjuna framaf eins og hún sé prjónuð brugðin, 1S, *prjónið þessar tvær lykkjur saman með því að setja vinstri prjóninn inn í lykkjurnar að framanverðu og prjóna þær saman að aftanverðu með hægri prjóninum, prjónið næstu lykkju*. Endurtakið þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman á þennan hátt. Slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna.

Frágangur

Gangið frá endum, þvoið teppið í volgu vatni, kreystið vatnið úr, leggið til þerris og teygið lauslega í uppgefin mál.

Fleiri uppskriftir eftir hönnuð er að finna á Ravelry: https://www.ravelry.com/designers/ingibjorg-sveinsdottir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f