Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Barnapeysan Dís
Hannyrðahornið 10. október 2016

Barnapeysan Dís

Höfundur: Handverkskúnst
Barnapeysan Dís úr Navia, færeyska ullargarninu, yljar gullmolunum nú þegar kólna fer hjá okkur. Stílhrein peysa með einföldu munstri. Navia Duo fæst í 18 fallegum litum, skoðaðu úrvalið á heimasíðunni www.garn.is. 
 
Stærðir:
6 mánaða (1-1½ árs) 2 ára.
Yfirvíddd:
49 (54) 57 sm Lengd: 26 (30) 34 sm.
 Garn: Navia Duo (100% ull/50 g = 180 m): 
• Litur 1: 2 (2) 3 dokkur • 
• Litur 2: 1 (1) 1 dokka 
Prjónar: Hringprjónar 40-60 sm, nr 3 og 4  
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni á prjóna nr 4 
Annað: 6 tölur 
Bolur: Fitjið upp 119 (131) 143 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið fram og til baka 7 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu, ATH: í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 123 (135) 147 lykkjur. Þegar munstri lýkur er prjónað áfram með lit 1 fram og til baka slétt prjón þar til bolurinn mælist 16 (19) 22 sm. Fellið af fyrir handvegi þannig: Prjónið 27 (30) 33 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 57 (63) 69 lykkjur, fellið af 6 lykkjur, prjónið 27 (30) 33 lykkjur. Prjónið bak- og framstykki nú hvert fyrir sig. 
Bak: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg báðu megin í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 11 (12) 13 sm. Geymið stykkið.  
Framstykki: Haldið áfram að prjóna fram og til baka og fellið af 1 lykkju við handveg í annarri hverri umferð alls 6 sinnum. Prjónið áfram slétt þar til handvegur mælist 6 (6,5) 7 sm. Fellið af 5, 2, 1 (5, 2, 1, 1) 5, 2, 2, 1 lykkju við hálsmál í annarri hverri umferð = 13 (15) 17 lykkjur á prjóninum. Prjónið þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Leggið fram- og bakstykki saman, rétta á móti réttu. Prjónið lykkjurnar/axlirnar saman og fellið af um leið. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað.   
Ermar: Fitjið upp 32 (34) 36 lykkjur á hringprjón nr 3 með lit 1 og prjónið stroff fram og til baka eins og á bol. Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið munstur eftir teikningu en í fyrstu umferð er aukið út í 43 (45) 47 lykkjur, jafnt yfir umferðina. Þegar munstri lýkur er haldið áfram að prjóna með lit 1 og aukið út í upphafi og enda hvers prjóns um 1 lykkju í 4. hverri umferð, alls 3 (5) 6 sinnum, síðan í 10. hverri umferð alls 2 (3) 4 sinnum. Þegar ermin mælist 17 (20) 23 sm, eru felldar af 3 lykkjur sitt hvoru megin á erminni fyrir handvegi og ermakúpull prjónaður.  
Ermakúpull: Haldið áfram að prjóna slétt prjón fram og til baka en fellið af 1 lykkju í upphafi hvers prjóns þar til 7 (9) 11 lykkjur eru eftir. Fellið af.  
Frágangur: Saumið ermar saman og saumið þær í.  
Hægri listi: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3; 48 (57) 64 lykkjur frá réttunni á hægra framstykki. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð eru prjónuð 5 hnappagöt með jöfnu millibili þannig: Byrjið neðan frá; prjónið 4 lykkjur stroff, *1 hnappagat, 8 (9) 10 lykkjur stroff* Endurtakið frá *-* alls 5 sinnum og endið á 4 lykkjur stroff. (6. Hnappagatið er prjónað í hálsmáli) Hnappagat: Sláið uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fellið laust af.  
Vinstri listi: Prjónið eins og hægri lista en án hnappagata.  
Hálsmál: Prjónið upp með lit 2, á prjóna nr 3, 65 (71) 75 lykkjur. Prjónið 6 umferðir stroff (1 slétt, 1 brugðin). ATH: í 3. umferð er prjónað hnappagat á hægri hlið þannig: prjónið 3 lykkjur stroff, hnappagat, prjónið stroff út umferðina. Fellið af.  
Frágangur: Gangið frá endum og saumið tölur í peysuna. Þvoið flíkina úr Navia ullarsápu og leggið til þerris í rétt mál.   
Hönnun: Beinta Johannessen. Þýtt með leyfi Navia af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur
 
Prjónakveðja,
Mægðurnar í Handverkskúnst
Hraunbæ 102b, 110 Reykjavík
 
?
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f