Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti
Líf og starf 18. október 2022

Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum, hefur sent frá bók sem hann kalla Handrit. Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti.

Halldór hefur, auk þess að vera prestur, varið ævi sinni í baráttu fyrir hrossabændur og var einn af stofnendum Félags hrossabænda.
Halldór segir það hafa verið örlög sín að verða vitni að fjöldamörgum samfélagslegum atvikum, þar sem hann hafði beina eða óbeina aðkomu.

„Því hef ég ráðist í að gefa þetta handrit út, sem mína sögu með þessari óvenjulegu framsetningu og tilvísun til númeraðra fylgiskjala, sem liggja nákvæmar fyrir um það sem gerðist. Þannig gæti þetta handrit með fylgiskjölum verið með í umfjöllun um þessa atburði verði um þá fjallað síðar í öðrum frásögum, handritum eða heimildum. Sagan mun
vafalaust kalla á viðbrögð nokkurra, sem telja á sér brotið eða að ég fari með rangt mál. Svar mitt er að sagan er mín frásögn, sögð út frá þeim gögnum sem fyrir liggja hjá mér í tilvitnuðum fylgiskjölum, skrifaðri dagbók eða liggja fyrir í skrifuðum blaðagreinum mínum.

Það sem er þar umfram, er skráð eftir því sem ég man gleggst frá minni upplifun í samskiptum við marga aðila. Ég valdi þetta heiti sögunnar, Baráttusaga fullhugans, vegna þess að þegar ég lít til baka, skil ég ekki þessa baráttu mína fyrir því sem mér fannst ég verða að berjast fyrir, nema vegna þess að það brann innra með mér, að bregðast hverju sinni við því sem mér fannst rangt og þess vegna lagði ég af stað óhræddur sem fullhugi til leiðréttinga eða framkvæmda, sem tókst stundum, stundum nokkru síðar og stundum brást algjörlega. Það var þetta einfalda að gera rétt og þola ei órétt.“

Skylt efni: Bækur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f