Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Mynd / HKr
Fréttir 9. september 2021

Bann við sölu loðskinna andstætt fríverslunarsamningi við Bretland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum.

Slíkt bann gæti að mati Íslands brotið í bága við grundvallarreglur um viðskiptafrelsi og gildandi viðskiptasamninga.

Að því er fram kemur í breska blaðinu Daily Telegraph bauð ráðuneyti umhverfis-, matvæla- og dreifbýlismála í Bretlandi (Defra) utanaðkomandi aðilum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðu um mögulegt innflutningsbann á loðdýraafurðir snemmsumars.

Áður hafði verið greint frá því að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherra Bretlands og yfirlýstur dýraverndunarsinni, og Goldsmith lávarður, ráðherra dýraverndunarmála á Bretlandseyjum, berðust fyrir slíku banni.

Samskipti Íslands og Defra

Samkvæmt upplýsingum frá utan­ríkis­ráðuneytinu brugðust íslensk stjórnvöld við málaleitan breska umhverfisráðuneytisins og komu á framfæri almennum sjónarmiðum Íslands í málinu. Þar var bent á að ef innflutningsbann væri lagt á væri það andstætt þeim markmiðum sem lagt væri upp með í nýgerðum fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands. Afstaða Íslands byggist á grundvallarreglu um viðskiptafrelsi og efni gildandi viðskiptasamninga, það er að ríki ættu frekar að skoða aðrar leiðir til að ná fram markmiðum sínum áður en gripið er til innflutningsbanns.

Í erindi sem utanríkisráðuneytið sendi til breska umhverfisráðuneytisins og Telegraph hefur undir höndum segir að ráðuneytið vilji koma því á framfæri að Ísland myndi mótmæla ráðstöfunum sem hamla viðskiptum og koma til framkvæmda án fullnægjandi rökstuðnings.
Í bréfinu kemur fram að bann við sölu loðdýraskinna kunni einnig að brjóta í bága við reglur

Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þær reglur setja aðildarríkjum stofnunarinnar þröngar skorður þegar kemur að því að banna innflutning á lögmætum framleiðsluvörum.

Kanada fylgist með

Í Telegraph segir að yfirvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau munu fylgjast grannt með þróun á sölu loðdýraskinna á Bretlandseyjum og sagt að þau telji ekki að bann á sölu þeirra sé besta leiðin til að bæta velferð loðdýra. Ábendingin frá Kanada kemur á sama tíma og þjóðirnar eiga í samningaviðræðum um viðskipti upp á um 20 milljarða punda á ári.

Skaðar samskipti við viðskiptalönd

Frank Zilberkweit, formaður bresku loðdýrasamtakanna, segir einnig í Telegraph að samtökin hafi lengi varað við að bann á sölu loðdýraskinna mundi skaða samskipti Breta við náin viðskiptalönd sín. Þar á meðal Bandaríkin, Kanada, fjölda landa í Evrópu og þar á meðal Ísland.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...