Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bandaríkin og Norðurlöndin eru mikilvægustu markaðslöndin
Fréttir 25. nóvember 2015

Bandaríkin og Norðurlöndin eru mikilvægustu markaðslöndin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað skýrslu sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings og er unnin fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í kafla skýrslunnar um utanlandsmarkað fyrir lambakjöt segir að útflutningur lambakjöts hafi verið 6.800 tonn árið 2014. Norðurlöndin og Norður-Ameríka eru mikilvægustu markaðirnir.

Árið 2014 nam útflutningur á sauðfjárafurðum um 6.800 tonnum. Kindakjöt, innmatur, svið og annar matur var rúm 4.700 tonn. Mismunurinn er ull og gærur. Athygli vekur hvað vöxtur á útflutningi kindakjöts og annars matar af sauðfé hefur verið mikill frá árinu 2002 þegar útflutningur nam rúmum 1.600 tonnum. Hefur hann því þrefaldast til 2014.

Hlutfallslega hefur vöxturinn samt verið mestur í söltuðu og reyktu kjöti á þessu tímabili. Þar fór magnið úr 9,1 tonni í 76.

Þróun krónunnar

Í skýrslunni er ástæða aukins útflutnings rakin til þróunar á gengi krónunnar undanfarin ár. Gengið veiktist mikið í bankahruninu 2008 og við það jókst útflutningur á lambakjöti.

Útflutningsbætur á lambakjöt hafa ekkert með aukinn útflutning á tímabilinu þar sem þær hafa ekki verið greiddar frá árinu 1991.

Spánn borgar best

Árið 2013 keyptu 18 lönd frosið kindakjöt frá Íslandi en nýtt kjöt var selt til 11 landa. Sviss er eina landið sem keypti bara ferskt kjöt og eru því viðskiptalöndin 19 í það heila. Hong Kong, Noregur og Rússland eru þrjú stærstu viðskiptalönd okkar. Bretland og Færeyjar fylgja svo fast á eftir í fjórða og fimmta sæti.
Helstu kaupendur af fersku lambakjöti 2013 voru Bandaríkin en síðan komu Rússland og Holland.

Kanada, Bandaríkin, Þýskaland og Norðurlöndin borguðu best þegar meðaltal var tekið fyrir allar frosnar afurðir en Svíþjóð, Grænland og Sviss borguðu  best fyrir ferskt kjöt.

Spánn borgar besta verðið fyrir frysta lambahryggi og hryggsneiðar, eða þrefalt hærra en meðalverðið sem aðrar þjóðir greiða. Svíþjóð kemur næst á eftir Spánverjum og greiðir þrefalt hærra verð fyrir annað fryst úrbeinað lamba- og kindakjöt.

Þegar útflutningshlutdeild innan hverrar vörutegundar er skoðuð kemur í ljós að Norðurlöndin og Norður-Ameríka eru mikilvægustu markaðirnir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...