Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Banani sem helst gulur
Mynd / Robson Melo
Utan úr heimi 7. apríl 2025

Banani sem helst gulur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Breskir vísindamenn hafa þróað erfðabreytta banana sem verða ekki brúnir.

Bananarnir eru þróaðir af breska fyrirtækinu Tropic og hefur það fengið heimild til ræktunar þeirra á Filippseyjum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þessa banana koma sér vel í baráttunni gegn matarsóun. Eftir að hafa verið afhýddir eiga bananarnir að haldast ferskir í tólf klukkustundir. Þeir eiga jafnframt að þola meira hnjask í flutningum án þess að verða brúnir. Frá þessu greinir Guardian.

Tropic hefur jafnframt þróað banana sem eru lengur að þroskast en hefðbundnir bananar og eru þeir væntanlegir á markaði á þessu ári. Samkvæmt fulltrúa Tropic eru bananar fjórða mest ræktaða nytjaplanta heimsins, en jafnframt ein af þeim matvörum sem eru með minnsta geymsluþolið. Því hefur verið haldið fram að allt að helmingur banana fari til spillis og endi ekki sem fæða.

Erfðabreytingin felst í því að fjarlægja gen sem stjórnar framleiðslu ensíma er nefnast Polyphenol oxidase og gefa banönum brúnan lit. Sams konar erfðabreytingu hefur verið beitt til að stöðva framleiðslu sömu ensíma í eplum sem hafa verið seld í Bandaríkjunum frá árinu 2017. Minnkuð framleiðsla á Polyphenol oxidase hefur jafnframt gefið góða raun við framleiðslu á sveppum, tómötum, melónum og kíví.

Skylt efni: bananar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...