Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Líf og starf 3. júní 2022

Bambahús nýtt til að kenna nemendum sjálfbærni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Bambahús, sem svo er nefnt, hefur verið komið fyrir við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta þar og hlúa að ýmsum matjurtum.

Bambahúsið inniheldur 1.000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar. Tilgangur hússins er að kenna nemendum sjálfbærni og ræktun og hvernig hægt er að minnka kolefnisspor.

Gróðurkassar á skólalóð

Einnig hefur gróðurkössum verið komið fyrir á skólalóðinni en nemendur smíðuðu og skreyttu þá sjálfir í vetur. Þar mun fara fram moltugerð þar sem afgangs grænmeti og ávextir eru nýttir í moltuna og stendur svo til að rækta gulrætur, grasker og ávexti í sumar svo eitthvað sé nefnt.

Íslenska gámafélagið stendur fyrir verkefninu Bambahús sem byggir á þeirri hugmyndafræði að virðisauka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megináherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1.000 lítra plasttankar, gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til matvælaframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skútustaðahrepps.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...