Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Höfundur: Anne Biehl Hansen

Stærðir: S M L XL

Yfirvídd: 94 100 111 121

Efni:Þingborgarlopi
450-450-500-550 g í aðallit.
150 g mynsturlitur 1
100 g mynsturliur 2
Ef notaður er annar lopi en mælt er með verður að gæta að prjónfestu, grófleiki kann að vera annar.
Sokkaprjónar 4 og 5 mm
Hringprjónar 4 mm 40 og 80 cm langir
Hringprjónar 5 mm 40, 60 og 80 cm langir

Prjónfesta: 14 l og 23 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 cm Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. aPrjónað er úr plötulopanum tvöföldum.

Bolur: Fitjið upp með mynsturlit 1, 130-140-155-170 l á 80 sm hringprjón, prj stroff í hring 6-8 sm 1 slétta og 1 brugðna, eða aðra stroffgerð að eigin vali. Skipt yfir á 80 sm 5 mm hringprjón. Prjónað slétt uns bolur mælist 38-46 sm. (Mælið viðkomandi og metið bolsídd.)

Ermar:

Fitjið upp 30-35-40-40 l á 4 mm sokkaprjóna, prjónið stroff í hring 6-8 sm.

Skiptið yfir á 5 mm sokkaprjóna þegar stroffi er lokið og aukið strax um 2 lykkjur undir miðri ermi, (1 lykkju eftir fyrstu lykkju og 1 lykkju fyrir síðustu lykkju í umferð).

Endurtakið útaukningu 8-8-8-9 x upp ermi, með u.þ.b. 8 umferðum á milli, þar til 48-53-58-60 l eru á prjóninum.

Skiptið yfir á 5 mm stutta hringprjóninn á u.þ.b. miðri ermi. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 44-52 sm. (Mælið handlegg og metið hve ermin á að vera löng)

Axlastykki:

Sameinið nú bol og ermar á 5 mm 80 sm langa hringprjóninn. Setjið 5-5-5-6 síðustu l og 5-5-5-6 fyrstu l á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 10-10-11-12 af bol á prjónanælu þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol.

Prjónið fyrri ermina við bolinn 38-43-48-48 lykkjur, prjónið næstu 55-60-67-73 lykkjur af bol og setjið næstu 10-10-11-12 lykkjur á hjálparprjón.

Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hana. Prjónið síðan 55-60-68-73 lykkjur af bol, þá eru 186- 206-230-242 lykkjur á prjóninum.

Áður en mynstur er prjónað þarf að taka úr 1 lykkju í stærð S og M til að mynstur stemmi og í stærð XL þarf að taka úr 2 l á undan mynstri.

Prj mynstur eftir teikningu. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar. Þegar mynstri lýkur er tekið úr aukalega þar til 64-72 l eru eftir á prjóninum.

Þá er skipt á 40 sm 4 mm hringprjóninn og prjónað 10-12 sm stroff, fellt laust af.

Brjótið kragann inn fyrir og saumið niður. Eins er hægt að hafa annað lag á kraga, t.d. prjóna 5 umferðir stroff og 5 umferðir slétt, þá rúllast hann aðeins niður og nær ekki eins upp í hálsinn eins og hin gerðin. Gangið vel frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum.

Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og vindið svo í hálfa mínútu í þvottavél. Mikilvægt er að vélin fari strax að vinda, (þær eru misjafnar að þessu leyti) en sé ekki að veltast með flíkina fyrst, þá getur hún þófnað. Leggið peysuna á handklæði til þerris.

Hönnun: Anne Biehl Hansen
Útfærsla uppskriftar: Margrét Jónsdóttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f