Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní
Fréttir 4. ágúst 2017

Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverður samdráttur var í sölu á íslenskum tómötum í júní síðastliðnum. Ástæða samdráttarins er rakin til opnunar Costco.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að greinlegur og talsvert mikill samdráttur hafi orðið í sölu á tómötun í júní í kjölfar opnunnar á Costco.

Hitti á slæman tíma

„Það var tjón í júní og framleiðendur þurftu að farga hluta af framleiðslunni án þess að ég viti hversu mikið magnið var. Við hjá Sölufélagi Garðyrkjumann fundum greinilega fyrir niðursveiflunni sem hófst í kjölfar opnunar Costco. Það hitti þannig á að þeir opnuðu á sama tíma og við vorum að taka toppinn í magni og hitti því illa á fyrir okkur. Salan hefur snúist aftur til betri vegar í júlí og sala á íslenskum tómötum hefur aukist.“

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði er Costco ekki með íslenskt grænmeti til sölu í sinni búð. Gunnlaugur segist ekki eiga von á öðru en að íslenskt grænmeti verði á boðstólum í Costco áður en langt um líður. „Þeir hafa alveg sýnt vilja til að skoða það,“ segir hann.

Um 30% samdráttur í sölu

Páll Ólafsson, hjá garðyrkjustöðinni Hveravöllum í Reykjahverfi sem er með stærstu tómataframleiðendum á landinu, segir að hann hafi fundið fyrir talsverðum samdrætti í tómatasölu í júní.
„Salan var fremur róleg og líklega að meðaltali um 30% samdráttur ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Tómatar sem ekki seljast ferskir eru frystir og notaðir í tómat- og pastasósur og þrátt fyrir að verðið fyrir umframtómatana sé lágt er það betra enn að henda þeim. Mér skilst að salan sé að glæðast aftur og vonandi nær hún jafnvægi fljótlega,“ sagði Páll Ólafsson.

Skylt efni: tómatar | sala | Costco

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...