Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bætur greiddar út vegna kals- og girðingatjóna
Fréttir 25. janúar 2021

Bætur greiddar út vegna kals- og girðingatjóna

Höfundur: ehg

Í lok síðustu viku voru greiddar úr Bjargráðasjóði 442 milljónir króna í bætur til bænda vegna mikils kals- og girðingatjóns sem varð veturinn 2019-2020.

Að tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra voru sjóðnum tryggðar 500 milljónir aukalega til að hann gæti komið til móts við bændur vegna þess mikla tjóns sem varð á ræktarlandi og girðingum.

Styrkir greiddir til 183 umsækjenda
Kaltjón varð óvenju mikið sem þýddi mikla uppskerurýrnun sumarið 2020. Það hafði í för með sér mikinn kostnað bænda við endurræktun sem og við að afla nægilegs fóðurs fyrir líðandi vetur með heykaupum, leigutúnum eða öðrum lausnum. Girðingartjón varð einnig verulegt vegna snjóþyngsla.

Með var hægt að veita bændum styrki sem  samsvara um helmingi tjónsins samkvæmt mati Bjargráðasjóðs. Kaltjón varð alls á 4.776 hekturum ræktarlands hjá þeim sem sóttu um til sjóðsins auk tjóns á 221,6 kílómetrum af girðingum. Alls bárust 212 umsóknir vegna kaltjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 183 umsækjenda, alls að upphæð kr. 381,4 m. kr.

Mörk um eigin áhættu
Við mat á tjóni einstakra umsækjenda var meginforsendan umfang kals, að frádreginni 25% eigin áhættu, en einnig er tekið tillit til uppskeru 2020 samanborið við árin 2018 og 2019 sem og kostnaðar við leigu á túnum og flutningi á aðkeyptu fóðri ef um það var að ræða. Ástæða þess að umsækjendur fá ekki styrki er í öllum tilvikum sú að tjónið féll innan marka eigin áhættu.

Alls bárust 73 umsóknir vegna girðingatjóns. Stjórn sjóðsins ákvað að greiða styrki til 72 umsækjenda, alls að upphæð kr. 60,6 m.kr. Við mat á tjóni einstakra umsækjenda var meginforsendan lengd og tegund girðingar auk aldurs hennar Bjargráðasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009 og er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...