Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Talið er að unnt sé að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af 43 GWst í landbúnaði.
Talið er að unnt sé að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af 43 GWst í landbúnaði.
Mynd / Grafík/Implement
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í landbúnaði. Stærstu tækifærin þar liggja í að bæta virkni dælna, loftræstingar, lýsingar og kælingar.

Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni hér á landi um 1.5 TWst á ári, eða sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar, skv. nýrri greiningu dönsku ráðgjafarstofunnar Implement sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld.

Fram kemur í skýrslu Implement að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 GWst. Stór tækifæri sé einnig að finna í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku (178 GWst), endurnýtingu glatvarma frá iðnaði (357 GWst) og bættri nýtni raforku í áliðnaði (112 GWst).

Loks séu tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila (58 GWst), í landbúnaði (43 GWst), í framleiðslu járnlausra málma (38 GWst) og hjá fiskimjölsverksmiðjum (24 GWst). Þá felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku (25 GWst).

Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti greiningu á orkusparnaðarmöguleikum.

Nýtir raforku ekki sérlega vel

Samkvæmt greiningunni er hægt að spara 356 GWst með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 GWst væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði og fellur sparnaðurinn í landbúnaðargeiranum þar undir, en raforkusparnaður um u.þ.b. 353 GWst telst tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið er að hægt sé að ná 24% af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53% á næsta áratug.

Framleiðsla landbúnaðarafurða og rekstur gróðurhúsa á Íslandi nýtir raforku ekki sérlega vel, segir í greiningunni. Helstu skýringar geti verið tiltölulega léleg skilyrði fyrir hagkvæman landbúnað, svo sem jarðvegsskilyrði og tiltölulega mikill fjöldi dimmra og kaldra daga, sem auki þörf fyrir rafmagn til lýsingar og vaxtar.

Að lágmarki þurfi árleg notkun raforku í gróðurhúsum að nema 100 MWst til að þau eigi rétt á niðurgreiðslu til kaupa á rafmagni. Þetta dragi úr orkusparnaðarátaki þar sem þetta geti leitt til þess að efnahagslegur stuðningur tapist fari gróðurhúsið undir viðmiðunarmörk. Enn fremur geti það skapað hvata til aukinnar notkunar hjá gróðurhúsum sem eru rétt undir viðmiðunarmörkum til að tryggja stuðning.

Sá varnagli er sleginn í skýrslunni að forsendur drifkrafta raforkunotkunar og sparnaðarmöguleika séu fengnar úr ítarlegri danskri rannsókn. Undirliggjandi forsenda áætlananna sé því að gróðurhús og önnur búskaparstarfsemi séu svipað uppbyggð og í Danmörku.

Hlutur raforkunotkunar í búskap sé væntanlega nokkuð annar á Íslandi og sparnaðarmöguleikar muni einnig ráðast af ástandi og skilvirkni búnaðar.

Áætluð raforkunotkun í landbúnaði.

Mikilvægt fyrir stefnumótun

„Þessi skýrsla er sú fyrsta sinnar tegundar og er mikilvægur þáttur í þeirri stefnumótun sem á sér stað í dag innan umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Hér er komið enn eitt púslið í alla þessa vinnu sem miðar að því að Ísland nái metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum sínum og við sem samfélag náum að framkvæma þriðju orkuskiptin,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, við útkomu skýrslunnar fyrr í mánuðinum.

Greininguna má finna á vef Stjórnarráðsins.

Greining Implement segir landbúnað ekki nýta raforku sérlega vel.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...