Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Bærinn okkar Fininmörk
Bóndinn 8. maí 2014

Bærinn okkar Fininmörk

Kristófer og Kristín tóku við Finnmörk í Fitjárdal árið 1997 af foreldrum Kristófers, þeim Jóhannesi Kristóferssyni og Soffíu Pétursdóttur.
 
Býli: Finnmörk í Fitjárdal.
 
Staðsett í sveit: Miðfirði í Húnaþingi vestra.
 
Ábúendur: Kristófer Jóhannesson og Kristín Arnardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum þrjú börn: Theodóra Dröfn 22 ára, Eydís Anna 19 ára sem er í Menntaskólanum í Kópavogi, Viktor Jóhannes 15 ára og fóstursonurinn Davíð Þór sem er 12 ára. Chihuahua-hundurinn Patti, border collie hundarnir Píla, Húgó og Harpa og fjárhúskötturinn Pési. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbú, nokkur geldneyti og hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 kindur, um 40 nautgripir og 15 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á því að koma drengjunum í skólann og síðan er farið í búverkin og það sem þarf að huga að.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt ef vel gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði en alltaf má gera betur.
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við eigum fullt af góðu fólki sem fórnar tíma sínum og kröftum fyrir bændur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en alltaf má gera betur við bændur.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Tækifærin eru eflaust mörg en við verðum að muna það að innanlandsmarkaður er okkur mikilvægur og við verðum fyrst og fremst að einbeita okkur að honum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið, það stendur alltaf fyrir sínu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo margt sem hefur verið eftirminnilegt að erfitt er að taka eitthvað eitt. En það má kannski segja þegar við byggðum hlöðuna árið 1999 að það gjörbreytti miklu að fá betri vinnuaðstöðu, bæði undir hey og einnig er hlaðan nýtt á sauðuburði undir fé.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f