Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Mynd / Róbert Arnar
Fréttir 5. apríl 2024

Bændurnir á Stóru- Mörk verðlaunaðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, bændurnir á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, hlutu landbúnaðarverðlaunin árið 2024.

Verðlaunin hljóta þau fyrir framúrskarandi árangur við innleiðingu loftslagsvænna búskaparhátta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, afhenti þeim viðurkenningu í tilefni af því á Búnaðarþingi. 

Þau hafa verið þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður frá árinu 2020. Þau hafa meðal annars unnið markvisst að því að minnka notkun tilbúins áburðar án þess að það komi niður á magni og gæðum uppskeru. Það hafa þau gert með markvissri endurræktun túna, réttum sláttutíma og með því að sá niturbindandi fóðursmára með öðrum grastegundum. Þau stunda öflugt landgræðslustarf á illa grónu landi og er markmið þeirra að endurheimta birkiskóg á Merkurnesi. Aðalbjörg og Eyvindur, ásamt foreldrum Aðalbjargar, hlutu landgræðsluverðlaunin árið 2021.

Aðalbjörg og Eyvindur hafa verið í búskap á Stóru-Mörk frá 2010 þar sem þau eru með rúmlega hundrað og tuttugu kýr og framleiða þau tæpa milljón lítra mjólkur á ári. Kýrnar þeirra voru með hæstu meðalafurðir á landinu í fyrra, eða 8.903 kílógrömm mjólkur eftir hverja árskú. Þar að auki eru þau með nautgripi til kjötframleiðslu, sauðfé og stunda ferðaþjónustu. 

Verðlaunagripurinn sem þau Aðalbjörg og Eyvindur hlutu er eftir Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvara og ber heitið þykkblöðungur. Verkið er höggið úr íslensku grágrýti sem á uppruna sinn að rekja til vesturbæjar Reykjavíkur.

Þessi frétt er leiðrétt útgáfa á frétt sem birtist upphaflega í prentútgáfu Bændablaðsins 21. mars síðastliðinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...