Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur standa vaktina
Lesendarýni 19. mars 2020

Bændur standa vaktina

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir

Samfélagið okkar er litað af COVID-19 og áskoranir þjóðfélagsins hrannast upp. Mikilvægi íslensks landbúnaðar sannar sig enn á ný, mikilvægi þess að þjóð lengst út í ballarhafi búi við fæðuöryggi. 

Íslenskur landbúnaður er allskonar og á bakvið landbúnaðinn standa allskonar bændur. Bændur sem eru í allskonar aðstæðum og í öllum veðrum allt árið í kring að sinna sínum búskap, að gera það sem þarf að gera. Íslenskur landbúnaður samanstendur af bændum um land allt sem eiga það sameiginlegt að takast á við hvern dag með því hugarfari og með það að leiðarljósi að gera sitt allra besta þann daginn, alveg sama hvað bjátar á.

Sterkur grunnur íslensks landbúnaðar er byggður fyrst og fremst á þrautseigju og dugnaði bænda í aldaraðir. Með einum eða öðrum hætti, þá munu bændur landsins, á morgun sem og ávallt áður, standa vaktina og tryggja matvælaframleiðslu landsins. Ljósin munu loga í sveitum landsins.

Njótum afrakstursins – veljum íslenskt

Ég vil hvetja bændur landsins að sýna ábyrgð og samstöðu í verki á þessum undarlegu tímum sem við stöndum frammi fyrir. Stöndum þétt saman er við mætum áskorunum morgundagsins.

Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...