Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændur slá í gegn á samfélagsmiðlum
Fréttir 9. febrúar 2024

Bændur slá í gegn á samfélagsmiðlum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Góður rómur hefur verið gerður að birtingu efnis og innsýnar úr íslenska bændasamfélaginu gegnum samfélagsmiðla Bændablaðsins.

Hundruð fylgjenda blaðsins hafa fylgst með daglegum störfum bænda, sem geta verið
æði misjöfn.

Síðastliðinn mánuð hafa tveir bændur opnað bú sín og sagt frá lífi sínu og starfi í myndböndum sem hafa birst sem sögur á Instagram- og Facebook-síðu Bændablaðsins. Eydís Rós Eyglóardóttir, kjúklingabóndi á Vatnsenda, reið á vaðið í byrjun janúar. Í tvær vikur gátu lesendur fylgst með hinum ýmsu daglegu verkum sem alifuglabónda bíður, svo sem að hreinsa hús, huga að tæknimálum og annast um heilsu og velferð fuglanna. Á undanförnum tveimur vikum hefur Ísak Jökulsson, kúabóndi á Ósabakka, svo sýnt hvað á daga hans hefur drifið á ansi hressandi hátt, enda hafa óveður og óvæntar uppákomur sett mark sitt á dagana. Helstu myndbönd bændanna eru svo sett saman í safn sem nálgast má á Instagram-síðu blaðsins sem er og verður áfram aðgengilegt.

Fylgjendum Bændablaðsins á Instagram hefur fjölgað mjög og mörg hundruð manns kjósa að fylgjast daglega með uppátækjum bænda. Tilgangur verkefnisins er að gefa lesendum raunsæja innsýn í bændasamfélagið og færa frumframleiðslu matvæla nær neytendum.

Næstu tvær vikurnar mun Óli Finnsson, garðyrkjubóndi í Heiðmörk, gefa lesendum innsýn inn í rekstur og starf ylræktarbónda en viðtal við hann má nálgast á síðu 55 í 3. tbl. Bændablaðsins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...