Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Bændur skrái ágang álfta og gæsa
Fréttir 5. júní 2014

Bændur skrái ágang álfta og gæsa

Bændasamtök Íslands hafa unnið að undanförnu að verkefni í tengslum við skrásetja ágang og tjón af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda. Eru bændur hvattir til að nýta sér rafrænt skráningarkerfi sem verið gangsett verður á næstu dögum.

Markmið með verkefninu er að kanna með skipulögðum hætti ágang og hvaða tjóni álftir og gæsir valda á ræktunarlandi bænda, svo hægt sé að leggja mat á tjónið eftir einstökum jörðum, svæðum og landinu öllu.
Jafnframt verður aflað upplýsinga um þær forvarnir sem bændur hafa notað til að koma í veg fyrir tjón af ágangi álfta og gæsa í ræktunarlöndum sínum.

Þetta verkefni er unnið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og fleiri aðila. Hér er um þýðingarmikið hagsmunamál fyrir bændur að ræða og því skiptir sköpum að þátttaka þeirra í verkefninu verði almenn.
Útbúið verður skráningarform fyrir bændur í Bændatorginu (www.torg.bondi.is) þar sem upplýsingar eru skráðar með stöðluðum og samræmdum hætti. Þetta verður með svipuðu sniði og bændur hafa skráð inn um rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í nokkur ár með góðum árangri.

„Það er mikilvægt að hvetja bændur til að skrá allan ágang og tjón af völdum álfta og gæsa þannig að heildarmynd fáist yfir allt landið,“ segir Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri í tölvudeild BÍ.  „Rafræna skráningarformið verður gert aðgengilegt á næstu dögum í Bændatorginu, en hugbúnaðarþróun sér tölvudeild Bændasamtakanna um. Upplýsingunum verður safnað saman í gagnagrunn í umsjón Bændasamtaka Íslands.“

Jón Baldur segir að aðeins verði tekið við skráningu á ágangi og tjóni á jörðum þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli sem talist getur búrekstur eða þáttur í búrekstri. Þá verður líka aðeins tekið við skráningu á ágangi og tjóni fyrir spildur sem eru skráðar í JÖRÐ.IS og til er stafrænt túnakort af inn í túnkortagrunni Bændasamtaka Íslands með reiknaðri stærð í hekturum.

Rafræna skráningarformið verður útbúið með þeim hætti að valin er spilda eða spildur sem upplýsingar um tjón skal skrá fyrir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...