Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá bændafundinum í Hrafnagilsskóla.
Frá bændafundinum í Hrafnagilsskóla.
Mynd / Hermann Ingi
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötuneyti Hrafnagilsskóla.

Margvísleg landbúnaðarmál voru til umræðu, ný kornræktarskýrsla og stuðningur stjórnvalda við þá grein, endurskoðun búvörusamninga og nýjar stefnur stjórnvalda um landbúnað og matvæli.

„Þetta var góður fundur og bara nokkuð vel sóttur miðað við fundartímann,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf og oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, en hann skipulagði bændafundinn.

„Það komu um 50 manns og það sköpuðust góðar umræður um eiginlega allt sem við kemur landbúnaðinum. Það var auðvitað farið dálítið yfir kornræktina og það var áhugavert að heyra matvælaráðherra segja að það fjármagn sem á að setja inn í greinina kemur til viðbótar við annan stuðning sem nú þegar er til staðar.

Svo var farið nokkuð yfir þá alvarlegu stöðu sem bæði sauðfjárbændur og ekki síður nautgripabændur glíma nú við, sem varðar rekstrarafkomu búanna.

Á síðasta ári kom auðvitað inn rekstrarstuðningur úr spretthópnum en því verður ekki til að dreifa núna. Síðan hefur staðan ekkert lagast en ofan á óhagstætt afurðaverð, sérstaklega í nautakjötinu, leggst svo aukin skuldabyrði ofan á vandann hjá mörgum. Bændur fengu alveg hljómgrunn hjá ráðherra en það komu svo sem engar lausnir fram. Hins vegar sagði hún alveg skýrt að það ætti að standa vörð um tollverndina – og jafnvel að herða hana.“

Endurskoðun búvörusamninga verður gerð í sátt

Hermann Ingi segir að ráðherra hafi aðeins sýnt á spilin í endurskoðun búvörusamninga sem nú er í gangi, í það minnsta hvernig nálgunin væri af hálfu stjórnvalda.

„Það kom alveg skýrt fram að full sátt myndi verða með þær breytingar sem gerðar yrðu á samningunum. Það þýðir að stjórnvöld ætla ekki að breyta neinum ákvæðum nema báðir aðilar séu sammála um að breyta þeim,“ segir Hermann Ingi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...