Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Mynd / Krónan
Fréttir 12. október 2022

Bændur prófuðu nýjungar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skrautrófur, íslenskt kóralkál, regnbogasalat og blaðkál voru á meðal tegunda sem bændur prófuðu sig áfram með í sölu á Bændamarkaði Krónunnar í septembermánuði.

Yfir 60 tonn af fersku ópökkuðu íslensku grænmeti seldust á þessum árstíðabundna markaði í september – umbúðalaust.

„Þetta er sjötta haustið sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og viðtökurnar afar góðar. Fólk er að venjast því að sjá gulræturnar með grasinu á. Þá selst blátt og appelsínugult blómkál fljótt upp og íslenskt pak choi, blaðkál á íslensku, vakti mikla lukku í ár,“ segir Jón Hannes, vöruflokkastjóri ávaxta­ og grænmetis hjá Krónunni.

Bændamarkaðurinn er settur upp í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna. Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri þess, segir hann frábært tækifæri fyrir þá 65 bændur sem leggja inn til félagsins að prófa nýjar tegundir í sölu.

„Við kynnum það sem bændur eru að gera tilraunir með. Alls konar tegundir sem enn er lítið ræktað af hér á landi og henta því sérstaklega inn á Bændamarkaðinn. Þá þarf ekki að hugsa um pakkningar og umbúðir. Það er gaman að geta boðið upp á tímabundnar nýjungar,“ segir hún.

Jón Hannes segir áhuga á káli og grænmeti aukast meðan á markaðnum stendur. „Þetta er upplifun og gaman að koma í búðirnar og fylgjast með viðskiptavinum kynnast þessu nýja íslenska grænmeti sem það hefur jafnvel aldrei áður séð.“

Skylt efni: grænmeti | bændamarkaðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...