Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikið hefur rignt í Englandi undanfarin misseri og bændur eru víða í vandræðum.
Mikið hefur rignt í Englandi undanfarin misseri og bændur eru víða í vandræðum.
Mynd / Gosia K.
Utan úr heimi 23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hjálparbeiðnir frá bændum í Lincolnshire í Englandi hafa margfaldast frá því sem var.

Forsvarsmenn hjálparsíma bænda í Lincolnshire í Englandi, Lincolnshire Rural Support Network (LRSN), hafa greint frá því að 96% aukning hafi orðið í símtölum frá bændum undanfarin tvö ár. The Scottish Farmer greinir frá.

Hjálparlínan er rekin af góðgerðarsamtökum á svæðinu og segja þau að rekja megi aukninguna til fjölbreyttra og erfiðra áskorana sem bændur hafi staðið frammi fyrir undanfarið, ekki síst vegna mikillar rigningartíðar í sumar sem leið. Fjöldi bænda varð fyrir tjóni í storminum Henk fyrr á þessu ári, sem og í óveðrinu Babet í fyrra.

Segja LRSN að þegar lífsviðurværi bænda velti mjög á hlutum sem þeir hafi enga stjórn á geti það verið þeim mjög erfitt. Þá reki hver áskorunin aðra og fólk sé hreinlega uppgefið.

Samkvæmt LRSN fékk hjálparlínan 174 símtöl árið 2023 og veitti 348 manns svokallaðan einstaklingsstuðning.

Símaþjónustan er mönnuð af sjálfboðaliðum og hefur verið rekin í tuttugu og fimm ár.

Bændur á svæðinu segjast enn bíða eftir fjárhagslegum stuðningi sem ríkisstjórnin lofaði þeim en sérstakur sjóður, The Farm Recovery Fund, hafði verið stofnaður í þágu bænda sem verða fyrir skemmdum á landi. Sumarið þetta árið bætti ekki úr skák og kvarta bændur sáran undan því að bleytutíðin hafi komið í veg fyrir að uppskeran þroskaðist á tilsettum tíma þannig að mæta mætti eftirspurn eftir afurðum.

Hjálparlína bænda í Lincolnshire býst þannig enn við stigvaxandi fjölda símtala þar sem bændur geta orðað vandkvæði sín, fengið hvatningu og aðstoð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...