Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur og Félag atvinnurekenda mótmæla tollafrumvarpi ríkisstjórnarinnar
Mynd / Alþingi
Fréttir 5. desember 2019

Bændur og Félag atvinnurekenda mótmæla tollafrumvarpi ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Ritstjórn

Sú óvenjulega staða kom upp í dag að Bændasamtökin og búgreinafélög innan þeirra vébanda tóku höndum saman við Félag atvinnurekenda og fleiri til þess að mótmæla stjórnarfrumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir á dögunum og kveður á um breytingar á tolla- og búvörulögum.

Hagsmunaaðilar vilja hvetja ráðherra til þess að "...vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum."

Garðyrkjubændur hafa m.a. bent á að frumvarpið muni að óbreyttu hafa neikvæð áhrif á starfsskilyrði íslenskrar garðyrkju, einkum útiræktarinnar, sem þegar stendur höllum fæti í samkeppni við innfluttar vörur. "Ástæða er til að óttast að útirækt á einstökum tegundum geti lagst af eða dregist enn frekar saman ef frumvarpið nær fram að ganga óbreytt," segir í umsögn þeirra. 

Bændasamtök Íslands, Samtök iðnaðarins, búgreinafélög, Neytendasamtökin, Sölufélag garðyrkjumanna og Félag atvinnurekenda sendu ráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis eftirfarandi yfirlýsingu vegna frumvarps um breytingar á búvörulögum og tollalögum: 

"Undirritaðir aðilar eru sammála um að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingu á búvörulögum og tollalögum, 382. mál,  eigi ekki að samþykkja í núverandi mynd. Nauðsynlegt er að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum. Undirritaðir aðilar vilja gjarnan koma að þeirri vinnu."

5. desember 2019

Bændasamtök Íslands

Félag atvinnurekenda

Félag eggjabænda

Félag kjúklingabænda

Félag svínabænda

Landssamband kúabænda

Landssamband sauðfjárbænda

Neytendasamtökin

Samband garðyrkjubænda

Samtök iðnaðarins

Sölufélag garðyrkjumanna


Frumvarpið og umsagnir hagsmunaaðila er hægt að sjá hér.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...