Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Mynd / smh
Fréttir 19. nóvember 2018

Bændur kaupa Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi

Höfundur: smh
Fjórir einstaklingar, sem jafnframt allir eru bændur eða frístundabændur í Borgarfirði, hafa keypt Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi. 
 
Þetta eru þau Þorvaldur T. Jónsson í Hjarðarholti, sem er framkvæmdastjóri, Eiríkur Blöndal, Jaðri sem er stjórnarformaður, Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum, auk þess sem Guðjón Kristjánsson, sem var sláturhússtjóri í fyrra rekstrarformi, er nú kominn í þennan hóp. Félagið er rekstrarfélag Sláturhússins í Borgarnesi og hefur gert leigusamning við eigendur hússins til 10 ára. 
 
Bændurnir voru áður með húsið og reksturinn á leigu, eða frá hausti 2017. Þar áður hafði Guðjón rekið sláturhúsið með þremur bræðrum sem enn eiga húsnæðið; Jóni Sævari, Snorra og Kristni Þorbergssonum. 
Að sögn Þorvaldar hefur reksturinn gengið vel í haust. „Það hefur gengið vel að slátra í haust og við erum enn að slátra sauðfé. Þetta er svipað og í fyrra, en nú fórum við ekkert af stað fyrr en í byrjun október. Við ætlum að slátra allan ársins hring og stefnum að stórgripaslátrun þegar sauðfjárslátrun lýkur.
 
Það hefur verið talsverð eftirspurn hjá bændum um slátrun hjá okkur – líklega svipað og í fyrra og við erum mjög sátt við það, enda verkefni verið umfram væntingar.
 
Sláturhúsið verður enn um sinn rekið sem þjónustusláturhús, en í framtíðinni er stefnt á að hægt verði að selja frá því, fyrir þá bændur sem eru í föstum viðskiptum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...