Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þó tengslamyndun gangi misjafnlega virðast keppendur þó njóta sín vel.
Þó tengslamyndun gangi misjafnlega virðast keppendur þó njóta sín vel.
Líf og starf 26. júlí 2021

Bændur í Bónorðsför

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þýska sjónvarpsstöðin RTL heldur um taumana á einum ástsælasta raunveruleikaþætti landsins, „Bauer sucht Frau“ – eða Bændur í bónorðsför. Hefur þetta augnakonfekt kætt og kitlað þýskan almenning síðan árið 2005, en um ræðir bændur, þá bæði konur og menn, sem leita eftir lífsförunauti. Efnistökin eru án efa mörgum hjartans mál, enda má finna sömu þáttaraðir í um þrjátíu löndum auk Þýskalands.

Í Þýskalandi hefur þó örlítil breyting verið á síðastliðin misseri, en nú leita bændur utan landsteinanna eftir maka og koma því þættirnir út undir nafninu „Bauer sucht Frau International“. Nýjasta þáttaröðin hefur göngu sína nú í haust og er, sem stendur, leitað logandi ljósi að einhleypu fólki sem til er í tuskið. Viðkomandi þarf að vera einhleypur, þýskumælandi, og/eða með þýskan, austurrískan eða svissneskan uppruna auk þess að starfa við landbúnað á einhvern hátt. Starfssvið þátttakenda er vítt, allir frá kúrekum til kaffiræktenda mega óska eftir þátttöku – í raun eru sem flestir hvattir til að gefa kost á sér. Þeir sem valdir eru munu svo kynnast innbyrðis eftir kúnstarinnar reglum.

Samkvæmt þáttunum kemur í ljós að alls hafa tuttugu og tveir bændur frá fjórtán mismunandi löndum nú þegar verið í sviðsljósinu. Bændurnir hafa komið frá Ungverjalandi, Paragvæ, Mexíkó, Kosta Ríka og Suður-Afríku svo eitthvað sé nefnt og afar spennandi væri nú að fá íslenska landvætti með í þann litríka hóp keppinauta.

Þótt misvel gangi að mynda tengsl meðal þeirra sem vilja kynnast, virðast ástarörvar Amors allrahanda loða við þáttinn. Til gamans má geta þess að í eitt skiptið fóru tveir kvenkyns umsækjendur vongóðar til Austurríkis til að kynnast þarlenskum bónda. Bóndinn heitir Emanuel og á í Austurríki stóran búgarð sem hann nýtir undir dýraathvarf. Emanuel þessi hafði þó ekki heppnina með sér hvað varðaði konurnar, enda ekki alltaf sem slík tenging verður. Hins vegar leist konunum óskaplega vel hvor á aðra – með þeim tókust ástir og fylgjast þær nú að í lífinu svona stormandi lukkulegar. Það má a.m.k. með sanni segja að átök og ástir séu á skjánum fyrir allan peninginn, heimshorna á milli.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...