Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hluti þeirra bænda sem tóku þátt í áburðardreifingu á Landmannaafrétti í sumar.
Hluti þeirra bænda sem tóku þátt í áburðardreifingu á Landmannaafrétti í sumar.
Mynd / Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir
Líf og starf 5. ágúst 2020

Bændur hafa borið tilbúinn áburð á 3.635 hektara lands til gróðurstyrkingar

Höfundur: Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir, Skarði, og Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu
Bændur í Holta- og Landsveit hafa verið ákaflega samstarfsfúsir við Landgræðslu ríkisins þegar kemur að landgræðslustörfum á Landmannaafrétti. Það hafa þeir sýnt í verki með umfangsmiklum aðgerðum og lagt fram sín tæki og sína vinnu við áburðardreifingu og uppgræðslustörf. 
 
Frá árinu 2004 hafa bændur borið tilbúinn áburð á um 3.635 hektara lands til gróður­styrk­ingar þar sem endurborið er á sum svæðin og nýjum svæðum bætt við árlega. Telur uppgræðslusvæðið um 800 hektara. Kjöt­mjöl hefur verið borið á síðastliðin haust á 12 hektara, sáð hefur verið grasfræi í 126 ha með undraverðum árangri, auk þess sem gömlum heyrúllum hefur verið dreift. Vegna mikils áhuga heimamanna setti Landgræðslan í gang tilraun árið 2018 inni við Valafell á Land­manna­afrétti um hvaða áburðartegund af tilbúnum áburði sé heppilegust til uppgræðslu í úthaga og verður fróðlegt að sjá niðurstöður þeirrar tilraunar.
 
Erlendur í Skarði og Ólafía í Húsagarði fylla á áburðardreifarann.
 
Fé fer fækkandi á Landmannaafrétti
 
Þegar gæðastýring í sauðfjárrækt var tekin upp var einn liður hennar að gera landbótaáætlanir fyrir afrétti og einnig hluta af heimalöndum bænda. Landbótaáætlanir eru ekkert annað en gríðargott tæki sem tekur á uppgræðsluaðgerðum og beitarstýringu. Í núgildandi landbótaáætlun fyrir Landmannaafrétt kemur fram að búið er að friða 51,5% af heildarstærð Landmannaafréttar. Beitartími er ákaflega stuttur, aldrei er farið með fé á afréttinn fyrr en í fyrsta lagi 10. júlí og því fær gróðurinn gott forskot áður en beitartímabilið hefst. Beitarþungi er ákaflega lítill og fer fé fækkandi á afréttinum en til er nákvæm skráning á þeim hausafjölda sem beitt er ár hvert á afréttinn. Hófleg beit er hagabót var eitt sinn ritað í afmælisrit Landgræðslunnar og telja undirrituð að slík beit sé viðhöfð á Land­manna­afrétti. Það eru engir aðrir en bænd­urnir sjálfir sem þekkja afréttinn best, fara um hann að lágmarki 2–3 skipti á hverju hausti við smalamennskur og fylgjast vel með þróun á gróðurfari.
 
Páll á Galtalæk við uppgræðslustörf.
 
Það er sárt að sitja undir orðum landgræðslustjóra þegar hann fer trekk í trekk í fjölmiðla og heldur því fram að bændur séu ekki að standa í stykkinu. Náttúrulegar auðnir munum við aldrei geta grætt upp við núverandi meðalárshita þar sem jarðvegsgerð, vatnsrof og vindrof gegna lykilhlutverki í að viðhalda slíkum svæðum. Beitarrannsóknir undirritaðra á Landmannaafrétti staðfesta það sem við bændur höfum alltaf vitað að fé beitir sér ekki á slíkar auðnir. Landmannaafréttur er eins og börnin okkar og við bændur leggjum okkur fram við að hlúa að honum og vernda.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...