Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Umtalsverður afkomubati varð í nautakjötsframleiðslu á árinu 2023, en bændur greiddu þó 99 krónur með hverju framleiddu kílói samkvæmt uppgjöri úr rekstrarverkefni RML.
Umtalsverður afkomubati varð í nautakjötsframleiðslu á árinu 2023, en bændur greiddu þó 99 krónur með hverju framleiddu kílói samkvæmt uppgjöri úr rekstrarverkefni RML.
Mynd / smh
Fréttir 29. janúar 2025

Bændur greiddu 99 krónur með hverju framleiddu kílói árið 2023

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nautakjötsframleiðendur greiddu 99 krónur með hverju framleiddu kílói á árinu 2023, samkvæmt nýju uppgjöri úr rekstrarverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Það er þó umtalsverður afkomubati frá árinu 2022 þegar 275 króna framleiðslutap var á hvert nautakjötskíló.

Á von á verri afkomu fyrir síðasta ár

Kristján Eymundsson verkefnisstjóri segir að búast megi við að afkomutölur versni aftur árið 2024. „Síðustu ár hafa komið viðbótar- greiðslur frá ríkinu, en á síðasta ári komu engar samsvarandi greiðslur nema það var reyndar bætt svolitlu við sláturálagið á nautakjötið.

Það hefur þó átt sér stað mikil breyting á síðustu árum. Tekjur á innlagt kíló hafa aukist um 41 prósent á þremur árum. Þar ræður mestu hækkanir á afurðaverði en einnig hafa viðbótargreiðslur frá ríki skipt verulegu máli eins og árin 2022–2023. Á árinu 2021 komu einnig viðbótargreiðslur og þá sem sláturálag í nautgriparækt vegna Covid-19.

Þær greiðslur voru ekki sérstaklega greindar í verkefninu sem skýrir hærra sláturálag á nautakjöt það ár. Fjárfestingastyrkir vegna framkvæmda eru inni í liðnum önnur landbúnaðartengd framlög og því geta þær tekjur verið breytilegar milli ára.“

Vanfjármagnaðir búvörusamningar

Kristján telur að skýr merki sjáist um bættan rekstur í nautakjötsframleiðslunni þótt tap sé á framleiðslu nautakjöts öll árin. „Samkvæmt meðaltali þátttökubúa var tapið 383 krónur á kílóið árið 2021 en var komið niður í 99 krónur á kílóið árið 2023. Þar hjálpuðu einskiptisgreiðslur frá ríki vissulega mikið, sem reiknast um 123 krónur á kílóið hjá þátttökubúunum.“

Hann telur að viðbótarfjárveitingar síðustu ára hafi verið nauðsynlegar og lýsi einfaldlega þeirri staðreynd að búvörusamningarnir séu vanfjármagnaðir.

Fjármagnskostnaður verulega íþyngjandi

Það er mat Kristjáns að afkoma í greininni þurfi að batna um 200 krónur á kílóið, þar sem hann gerir ráð fyrir að tapið í greininni samsvari þeirri upphæð fyrir síðasta ár.

„Til að ná þeim afkomubata þarf samspil ýmissa þátta. Þar má helst nefna afurðaverð, aukinn ríkisstuðning, áframhaldandi hagræðingu í rekstri bændanna og síðast en ekki síst hagfelldara vaxtaumhverfi.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...