Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurður Torfi Sigurðsson verkefnisstjóri verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd.
Sigurður Torfi Sigurðsson verkefnisstjóri verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd.
Mynd / úr einkasafni
Fréttir 5. júlí 2019

Bændur geta haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum

Höfundur: smh
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar­ins hefur umsjón með verk­efninu Landbúnaður og náttúru­­vernd (LOGN), sem er samstarfs­verkefni Bændasamtaka Íslands og umhverfis- og auðlinda­ráðu­neytisins. Sigurður Torfi Sigurðsson verkefnisstjóri kynnti stöðu þess á ráðunautafundi Ráð­gjafarmiðstöðvar land­búnaðar­ins og Landbúnaðar­háskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum. Þar kom fram að bændur geti haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum.
 
Tilgangur þess er að kanna möguleika á samþættingu land­búnaðar og náttúruverndar, greina tækifæri, hindranir, samlegðar­áhrif – og mögulegan ávinning af náttúruverndaraðgerðum á land­búnaðar­svæðum.
 
„Verkefnið hefur farið mjög vel af stað og fengið mjög jákvæð viðbrögð, við erum búin að ljúka fyrstu tveimur áföngum og línur farnar heldur að skýrast,“ segir Sigurður Torfi. „Við höfum haft sambærileg verkefni erlendis frá til hliðsjónar, sem hafa verið byggð upp á samtölum við bændur og nýsköpunarvinnu. Markmiðið þar er að snúa hindrunum í tækifæri og nota nýsköpunarhugsun eða -aðferðir í þeim tilgangi og gera verkefnin að minnsta kosti að einhverju leyti sjálfbær.“
 
LOGN á að höfða til þeirra bænda og/eða landeigenda sem hafa áhuga á að stunda náttúruvernd af einhverju tagi á skilgreindu landbúnaðarsvæði og tengdum svæðum samkvæmt skipulagi sveitarfélagsins.
Sigurður Torfi segir að reynsla erlendis frá sýni að verkefni af þessu tagi hafi stutt við byggðir í sveitum, sérstaklega á jaðarsvæðum og svæðum sem hafa verið í samfélagslegri hnignun. 
 
„Þetta hefur helst verið á þann hátt að gert er meira úr verðmætum auðlinda og bændur þar af leiðandi fá hærra verð fyrir afurðir en einnig þá skapast oft ný störf og þá oft í kjölfarið aukning í nýliðun eða ættliðaskiptum. Þar sem best hefur tekist hefur öflugt fræðslu- og kynningarstarf verið unnið samhliða „LOGN“-verkefnum, bæði um náttúruvernd og landbúnað þar sem undirstrikað hefur verið samhengi þessara hugtaka og mikilvægi þeirra beggja.“  
 
Margskonar ábati mögulegur af náttúruverndarstörfum
 
Í erindi sínu tiltók Sigurður Torfi nokkrar birtingarmyndir náttúruverndar. Friðlýsing er aðferð sem hefur verið notuð í náttúruvernd og þær eru tvenns konar;  afmörkun landsvæða annars vegar og svo geta þær átt við vistgerðir, vistkerfi og náttúrufyrirbæri hvers konar. Hann nefndi líka nokkra þætti sem bændur gætu haft hag af í náttúruverndarstörfum sínum og möguleg hlutverk. Ábati gæti orðið með beinum styrkjum, tekjur gætu skapast beint af friðuninni, bændum gæti verið falin umsjónarstörf friðlýstra svæða og tekjur gætu komið sem afleiðing af friðuninni.  Þá gæti skapast sérstaða og tækifæri í kynningar- og markaðsmálum með náttúruverndarstörfum.  
 
Þá nefndi hann nokkur óefnisleg verðmæti sem geta hlotist af náttúruverndarstörfum; huglægur ábati, hugsjónir og stolt og bætt lífsskilyrði. 
 
Umhverfisstyrkir tíðkast annarsstaðar
 
Hann sagði að ýmis verkefni væru í gangi hér á landi, þar sem bændur vinna í samstarfi við opinberar stofnanir í þágu náttúruverndar, en víða erlendis væri komin talsverð meiri reynsla á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar. Þar tíðkist til að mynda í nokkrum mæli að bændum séu greiddir umhverfisstyrkir sem eiga að stuðla að bættri umgengni við náttúru, verndun og viðhaldi á lífbreytileika og búsvæðum. 
 
„Við erum búin að eiga samtöl við bændur, stóðum fyrir kynningar- og vinnufundum  í apríl og þessa daga er ég að keyra á milli bænda og taka viðtöl til að reyna að fanga það sem er sameiginlegt en einnig til að leita að hugmyndum. Úr þessum upplýsingum komum við til með að vinna tillögur að stefnu og leiðum í þessu verkefni,“ segir Sigurður Torfi um næstu skref verkefnisins. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...