Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bændur ekki krafðir um meirapróf
Fréttir 24. október 2025

Bændur ekki krafðir um meirapróf

Höfundur: Þröstur Helgason

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur fallið frá reglugerðarbreytingu sem hefði kallað á að bændur þyrftu meirapróf á dráttarvélar sínar.

„Vegna frétta um drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011, get ég upplýst að fallið verður frá áformum um þrepaskipt réttindi til aksturs dráttarvéla,“ segir Eyjólfur í færslu á Facebook.

Hann segir reglugerðarbreytinguna hafi verið sett fram að tillögu Samgöngustofu. Meginrök hennar hafi snúið að umferðaröryggi. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar með umferðarlögum hafi verið bent á að dráttarvélar með stóra og þunga vagna væru í auknum mæli notaðar líkt og vörubílar í almennri umferð.

Eftir talsverða gagnrýni frá hendi meðal annars bænda, samtaka þeirra og sveitarfélaga á reglugerðarbreytinguna í samráðsgátt stjórnvalda hafi Eyjólfur ákveðið að fella hana niður:

„Samráði er nýlokið og að teknu tilliti til umsagna og þeirra áhrifa sem breytingin hefði í för með sér, einkum þess kostnaðar og fyrirhafnar sem hlytist af kröfu um aukin ökuréttindi fyrir bændur, er það niðurstaða mín að fella tillöguna brott.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...