Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Mynd / Loren King - Unsplash
Utan úr heimi 18. nóvember 2024

Bændur búast við viðskiptastríði

Höfundur: ást

Eitt helsta kosningaloforð Donalds Trump var að hækka tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum.

Þegar hann var síðast við völd hafði sú stefna neikvæð áhrif á bandaríska bændur þar sem Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Þar í landi er stærsti markaðurinn fyrir bandarískar sojabaunir og eru Kínverjar stór kaupandi af maís. The New York Times greinir frá.

Á árunum 2018 og 2019 voru tollar á bandarískt soja hækkaðir verulega í Kína og misstu bandarískir bændur stórann hluta sinna viðskipta til starfsbræðra sinna í Brasilíu og Argentínu. Bandarísk stjórnvöld brugðust við með því að greiða bændum bætur sem kostuðu ríkið nánast sömu upphæð og fékkst með tollum á kínverskar vörur.

Hagfræðingar hafa varað við að tollastefna Trumps geti aukið verðbólgu og hægt á hagvexti. Hagsmunasamtök bænda búa sig undir það versta með endurkomu Trumps, en samkvæmt þeim munu bandarískir sojabauna- og maísræktendur verða af þúsund milljarða króna viðskiptum á ári ef innflutningstollar í Kína verða hækkaðir upp í 60 prósent. Það muni hafa keðjuverkandi áhrif um allt hagkerfið.

Fulltrúar í kosningateymi Trumps hafa ýmist sagt að forsetinn tilvonandi muni grípa strax til tolla eða láta fyrst reyna á viðræður um viðskiptasamninga.

Skylt efni: bandaríkin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...