Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Mynd / Berglin Ýr Ingvarsdóttir
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í Norður- Þingeyjarsýslu. Upphefðin var veitt af búnaðarsambandi sýslunnar.

Frá þessu er greint á vef Loftslagsvæns landbúnaðar, en Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson í Hafrafellstungu hafa verið þátttakendur í verkefninu síðan 2021. Þau reka sex hundruð og fimmtíu kinda sauðfjárbú og hafa unnið að því að auka afurðir samhliða því að bæta nýtingu tilbúins og lífræns áburðar og minnka olíunotkun.

Í umsögn Einars Ófeigs Björnssonar, formanns búnaðarsambandsins, segir að Hafrafellstunga sé fyrirmyndarbú.

Meðalþyngd sláturlamba hafi verið góð, með mikil kjötgæði og hæfilega fitu ásamt því sem þau hafi selt talsvert af líflömbum. Einar bendir einnig á að Eyrún Ösp og Bjarki Fannar hafi lagt mikinn metnað í innleiðingu arfgerða sem veiti vernd gegn riðu í sauðfé ásamt því að standa fyrir sýnatöku á arfgerðum í eigin hjörð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...