Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt Kjarnafæði Norðlenska í skjóli undanþáguákvæða gildandi búvörulaga frá samkeppnislögum um heimild kjötafurðastöðva til samruna. Atvinnuvegaráðherra telur að vinna þurfi hratt og vel að því að fella undanþáguákvæðin brott úr búvörulögunum til að forða mögulegu óafturkræfu tjóni fyrir bændur og neytendur.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt Kjarnafæði Norðlenska í skjóli undanþáguákvæða gildandi búvörulaga frá samkeppnislögum um heimild kjötafurðastöðva til samruna. Atvinnuvegaráðherra telur að vinna þurfi hratt og vel að því að fella undanþáguákvæðin brott úr búvörulögunum til að forða mögulegu óafturkræfu tjóni fyrir bændur og neytendur.
Mynd / ál
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt lagafrumvarp sem hún ætli að leggja fram á næsta löggjafarþingi sem miðar að því að tryggja að innlendir frumframleiðendur, það er bændur, hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en gengur og gerist í nágrannalöndum.

Í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, sem lagt var fram 14. nóvember 2023, um framleiðendafélög, var gert ráð fyrir að heimila fyrirtækjum í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum. Tryggja ætti að innlendir framleiðendur hefðu ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað sé samkvæmt löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins.

Í því frumvarpi var gert ráð fyrir að félag gæti talist til framleiðendafélags ef frumframleiðendur réðu að lágmarki yfir 51 prósents atkvæða í félaginu. Einkum var horft til reglna Evrópusambandsins á þessu sviði og með frumvarpinu var stefnt að því að styrkja stöðu frumframleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar.

Frumvarpið tók efnislegum breytingum í þinglegri meðferð áður en það var samþykkt á vordögum 2024 og í endanlegri útgáfu var ekki gerð krafa um eignarhald eða meirihlutastjórn bænda í framleiðendafélögum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f