Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ýmsir vilja að skoðaðir verði möguleikar á Íslandi til notkunar lyfjahamps í lækningaskyni.
Ýmsir vilja að skoðaðir verði möguleikar á Íslandi til notkunar lyfjahamps í lækningaskyni.
Mynd / Hayley Zacha
Fréttir 27. júlí 2023

Bændasamtökin styðja frekari athugun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nokkrar umsagnir hafa borist velferðarnefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um ræktun lyfjahamps og notkun kannabisefna í lækningaskyni sem lögð var fram á vorþingi.

Í umsögn Bændasamtaka Íslands kemur fram að samtökin „styðja það meginefni þingsályktunartillögunnar að setja á laggirnar starfshóp til að kanna breytingar á regluverki, sem gera eigi það kleift að hefja rannsóknir á möguleikum til notkunar og hagkvæmni ræktunar slíkra plantna á Íslandi í lækningaskyni“. Í tillögunni fólst að settur yrði á fót starfshópur sem hefði „það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimili fyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfja- hamps til kannabisræktunar og fyrir framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Um verði að ræða fjögurra ára tilraunaverkefni sem hefjist 1. janúar 2024. Heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp þessa efnis fyrir 31. desember 2023.“

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mælir ekki með stofnun slíks starfshóps og vísar m.a. til rannsókna, þróunar og íslenskra lyfjalaga og -reglugerða um framleiðslu lyfja. Þá sé vísindalega sannaður ávinningur af notkun kannabis í læknisfræðilegum tilgangi veikur. Hampfélagið fagnar hins vegar þingsályktunartillögunni en gerir þær breytingatillögur að vinnsla lyfjahamps sé ekki einskorðuð við Cannabis Sativa, sem hafi lágt THC-gildi, því þar með takmarkist þau yrki sem hægt sé að nota í framleiðsluna. Jafnframt segir að áríðandi sé að leyfi til að nota lyfjahamp sé ekki takmarkað við ákveðna sjúkdóma.

Í greinargerð með tillögunni er vísað til fyrirkomulags hjá Dönum en ræktun lyfjahamps þar er háð leyfi dönsku lyfjastofnunarinnar og landbúnaðarstofnunin umsagnaraðili varðandi landbúnaðarhliðina. Ríkis- lögreglan leggi mat á umsækjendur vegna ræktunarleyfa. Á fimmta tug landa hafa lögleitt kannabis til lækninga að hluta eða fullu.

Frestur til að skila umsögnum rann út í maílok en málinu var vísað til velferðarnefndar hálfum mánuði áður. Um er að ræða endurtekna þingsályktunartillögu frá 2022 en svipuð tillaga kom fyrst fyrir þingið 2017.

Skylt efni: Hamprækt | lyfjahampur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...