Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra
Mynd / VH
Fréttir 7. október 2020

Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtök Íslands mótmæla harðlega þeim málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar ráðherra landbúnaðarmála sem fram kom á Alþingi í gærkvöldi um að sauðfjárbúskapur sé fyrst og fremst spurning um lífsstíl fremur en afkomu.

Það er alvarlegt mál ef ráðherra landbúnaðarmála fylgist það illa með þróun mála að hann telji réttmætt að kalla atvinnugreinina einhverskonar áhugamál, lífsstíl eða með öðrum orðum tómstundagaman. Það lýsir kannski best áhugaleysi ráðherrans á málaflokknum. En bændum er svo sannarlega ekki sama um afkomu sína og og hafa lengi kallað eftir því að stjórnvöld láti það til sín taka, með takmörkuðum viðbrögðum.

Afkoma bænda er sannarlega áhyggjuefni. Afurðaverðsþróun í mörgum greinum, einkum kjötframleiðslu, er neikvæð vegna efnahagsþrenginga, markaðsþróunar og síaukins innflutnings sökum þess hvað tollvernd hefur rýrnað - ekki síst vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda.

Bændasamtök Íslands skora á ráðherrann og ríkisstjórnina alla að ráða bót á því. Yfirlýsingar eins og hér að framan eru skaðlegar hvað það varðar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...