Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorleifur Jóhannesson á Hverabakka var um árabil eini framleiðandinn á íslensku selleríi sem fór í almenna dreifingu.
Þorleifur Jóhannesson á Hverabakka var um árabil eini framleiðandinn á íslensku selleríi sem fór í almenna dreifingu.
Mynd / smh
Fréttir 10. september 2021

Bændasamtök Íslands mótmæla fullyrðingum ráðherra í „sellerímálinu“

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau mótmæla fullyrðingum Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um að frumvarpi hans um tollfrjálsan innflutning á selleríi hafi verið breytt í meðförum þingsins, meðal annars vegna þrýstings frá hagsmunasamtökum bænda.

Málið á rætur í fréttaflutningi um skort á selleríi í verslunum á Íslandi. Samtökin segja að umrædd yfirlýsing ráðherra sem hann birti á Facebook-síðu sinni 7. september síðastliðinn, þar sem hann sverji af sér skort á selleríi gagnvart fulltrúum verslunarinnar, hafi gert það að verkum  að samtök bænda séu enn á ný sökuð um að standa gegn neytendum. „Nú er mál að linni. Stjórn Bændasamtaka Íslands hafnar fullyrðingum ráðherrans og segja þær rangar og vilja koma eftirfarandi á framfæri:

  • Í drögum að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda í júlí 2019 var lagt til að það kæmi í hlut ráðherra að úthluta tollkvótum á sellerí, með tollnúmerið 0709.4000 og ýmsum öðrum landbúnaðarvörum frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
  • Frumvarp um breytingar á búvörulögum, 382. mál, sem lagt var fram á Alþingi af ráðherranum sjálfum, hafði að geyma tæmandi talningu á tilteknum landbúnaðarvörum sem skyldu bera toll yfir ákveðið tímabil. Sellerí var þar á meðal, sem skyldi bera lægri toll frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
  • Í meðförum þingsins komu vissulega fram harðar athugasemdir frá bændum sem stunda útiræktun grænmetis en frumvarpið breyttist þó ekki þar sem eftir 2. umræðu, þann 16. desember 2019 voru lægri tollar á sellerí tímabilið frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. október til 31. desember, en almennir tollar þar sem meirihluti atvinnuveganefndar taldi að innlend framleiðsla gæti annað eftirspurn á markaði, þ.e. yfir tímabilið frá 15. ágúst til 15. október.
  • Bændasamtökin bentu á það í meðförum málsins að mikilvægt væri að sveigjanleiki væri í lögunum til þess að bregðast við uppskerubresti eða öðrum náttúrulegum aðstæðum sem takmarkað gætu framboð á innlendum vörum. Innlend framleiðsla sveiflast alltaf í takti við náttúrulegar aðstæður hvers tíma og því var það fyrirsjáanlegt að þessi staða gæti komið upp ef að tímabilin væru fastsett með engum sveigjanleika. Þessum sjónarmiðum var hafnað í meðförum þingsins.
  • Frumvarpið var svo samþykkt sem lög á Alþingi þann 23. desember 2019 þar sem enn voru tollar á sellerí en á því tilgreinda tímabili sem meirihluti atvinnuveganefndar hafði gert að tillögu sinni,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.

Skylt efni: tollamál | sellerí

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...