Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændahóparáðgjöf – hvað er það?
Mynd / Helga Halldórsdóttir
Á faglegum nótum 7. nóvember 2023

Bændahóparáðgjöf – hvað er það?

Höfundur: Helga Halldórsdóttir

Í upphafi árs bauð RML í fyrsta skipti upp á Bændahópa, sem er ný nálgun er kemur að ráðgjöf til bænda.

Fyrirmyndin er fengin frá Finnlandi þar sem mjög góður árangur hefur náðst með þessari tegund ráðgjafar.

Finnskur sérfræðingur, Anu Ella, hefur veitt RML kennslu og ráðgjöf en mikilvægt er að hafa reynslumikinn einstakling með sér í þessu verkefni þar sem aðferðir og nálganir eru ólíkar því sem ráðunautar almennt nota í ráðgjöf til bænda. Hver hópur samanstendur af 10 búum og tveimur ráðanautum.

Unnið er með viðfangsefni sem bændur taka þátt í að velja og móta en nú er unnið með efni sem tengist jarðrækt, svo sem bættri nýtingu áburðar og hagkvæmari gróffóðuröflun.

Nú fer að líða að lokum fyrsta ársins hjá tveimur fyrstu hópunum og það hefur verið gefandi og skemmtilegt að vinna saman með bændunum að þeim viðfangsefnum sem voru valin í upphafi með fjölbreyttum aðferðum og nálgunum.

Á næsta ári geta hóparnir svo haldið áfram saman og boðið verður upp á nýja hópa í þessu
spennandi verkefni.

Grein þessi er hluti af blaðauka sem fylgdi með 20. tbl. Bændablaðsins að tilefni 10 ára afmælis Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f