Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændafundir BÍ um allt land í næstu viku
Mynd / BBL
Fréttir 11. janúar 2018

Bændafundir BÍ um allt land í næstu viku

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Forystufólk Bændasamtaka Íslands heldur til fundar við bændur nú í upphafi árs. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið í næstu viku. Fundirnir hefjast á þriðjudaginn kemur. Fulltrúar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins verða með í för og ræða um framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu. 
 
Að sögn Sindra Sigurgeirssonar, formanns BÍ, er af mörgu að taka. Rætt verður um stöðuna í landbúnaðinum og farið vítt yfir sviðið. Árið 2017 var fyrsta ár nýrra búvörusamninga og fyrir liggur fyrsta endurskoðun þeirra. Þá er nýlegur dómur EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og eggjum bændum umhugsunarefni og ljóst að því máli er hvergi nærri lokið. Sindri segir að viðfangsefni næstu missera verði áfram þau að bæta hag bænda og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina. Hann segir mikilvægt fyrir bændastéttina að standa saman og að rödd hennar hljómi sem víðast og sterkast. „Við verðum að gæta hagsmuna landbúnaðarins og þess vegna rekum við öflug Bændasamtök,“ segir Sindri í bréfi til félagsmanna sem birt er í nýju Bændablaði.
 
Hádegis- og kvöldfundir
 
Fundirnir hefjast í hádeginu kl. 12.00  þriðjudaginn 16. janúar með fundum á Ísafirði, Kópaskeri og Egilsstöðum. Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 verða fundir í Kjós, Breiðamýri og Berufirði. Í hádeginu á miðvikudag 17. janúar verða fundir á Blönduósi, í Eyjafirði og í Hornafirði. Kvöldfundir á miðvikudag verða í Skagafirði, á Ströndum og á Kirkjubæjarklaustri. Í hádeginu á fimmtudag verða fundir á Snæfellsnesi, í Heimalandi og á Barðaströnd. Fundalotunni lýkur með kvöldfundum í Dölum, á Hvanneyri og í Þingborg í Flóa.
 
Allir félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru velkomnir á fundina.
 
Fundarstaður Dagsetning   Tími Svæði
Hótel Ísafjörður 16. janúar þri. 12.00 Ísafjörður
Fjallalamb 16. janúar þri. 12.00 Kópasker
Hótel Icelandair 16. janúar þri. 12.00 Egilsstaðir
Ásgarður 16. janúar þri. 20.30 Kjós
Breiðamýri 16. janúar þri. 20.30 S-Þingeyjarsýsla
Karlsstaðir 16. janúar þri. 20.30 Berufjörður
Félagsheimilið 17. janúar mið. 12.00 Blönduós
Hlíðarbær 17. janúar mið. 12.00 Eyjafjörður
Mánagarður 17. janúar mið. 12.00 Hornafjörður
Langamýri 17. janúar mið. 20.30 Skagafjörður
Sævangur 17. janúar mið. 20.30 Strandir
Kirkjuhvoll 17. janúar mið. 20.30 Kirkjubæjarklaustur
Breiðablik 18. janúar fim. 12.00 Snæfellsnes
Heimaland 18. janúar fim. 12.00 Rangárvallasýsla
Birkimelur 18. janúar fim. 12.00 Barðaströnd
Dalabúð 18. janúar fim. 20.30 Dalir
Matsalur LbhÍ 18. janúar fim. 20.30 Hvanneyri
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...