Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta
Fréttir 16. febrúar 2017

Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Dagana 25.–30. apríl næstkomandi standa Hey Iceland í samvinnu við Beint frá býli og Opinn landbúnað fyrir fræðsluferð til Noregs þar sem m.a. félagar í Hanen-samtökunum verða sóttir heim.
 
Óhætt er að segja að dagskráin sé fjölbreytt enda margt spennandi í boði hjá frændum okkar Norðmönnum og má þar m.a. nefna heimsóknir til félaga úti á landi sem ýmist sinna kjötvinnslu heimavið, reka gistiheimili og veitingastað eða brugga og selja eplavín beint frá bónda. 
 
Flogið er til Osló á þriðjudegi og hefst förin á Thorbjørnrud-hótelinu í Jevnaker sem hefur fengið verðlaun fyrir nýsköpun í svæðisbundnum matvælum. Hér ákvað eigandinn og bóndinn Olav Lie-Nilsen að breyta sundlauginni í ostagerðarvinnslu. Því næst verður Langedrag náttúruþjóðgarður heimsóttur sem er friðlýst svæði en þar verður hægt að kynnast lífi villtra dýra og komast í návígi við elgi, úlfa, moskúsa og gaupa svo fátt eitt sé nefnt. Í ferðinni verður einnig farið í kynnisferð til eplabænda í Harðangursfirði sem tóku sig saman um að markaðssetja eplasafa og rómuð eplavín. Eini framleiðslustaður Noregs með svið, Smalahovetunet, verður einnig sóttur heim og hér er meira að segja hægt að fá íslensk svið. Að auki verða heimsóttir ferðaþjónustubændur, bændur sem brugga bjór í brugghúsi sínu úr svæðisbundnum matvælum og fleira og fleira.
 
Einnig verður komið við á nokkrum markverðum stöðum í Noregi og náttúruperlur skoðaðar. Ferðin endar á frjálsum degi í Bergen en á sunnudegi er haldið heim á leið og er lent í Keflavík um miðjan dag. 
 
Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast hjá Bændaferðum í síma 570-2790 eða með því að senda tölvupóst á bokun@baendaferdir.is.
 
 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...