Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Bændablaðið mest lesna blað landsins
Fréttir 23. janúar 2025

Bændablaðið mest lesna blað landsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændablaðið er mest lesni prent­miðill landsins, annað árið í röð, samkvæmt nýjum niðurstöðum úr Prentmiðlamælingu Gallup.

Meðallestur Bændablaðsins á landsvísu reyndist 29,9 prósent og hefur aukist milli ára. Í niðurstöðunum kemur fram að meðalfjöldi lesenda á hvert tölublað sé 70.300 sem þýðir að rúmlega tveir lesendur eru um hvert einasta eintak sem prentað er, en upplag Bændablaðsins er að jafnaði 33.000.

Í fyrsta sinn frá upphafi mælinga reyndist Bændablaðið einnig mest lesni prentmiðillinn á höfuðborgarsvæðinu. Þó litlu muni á lestri höfuðborgarbúa á Morgunblaðinu ber Bændablaðið höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla á landsbyggðinni, en 41,6 prósenta svarenda sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins sögðust lesa Bændablaðið.

Yngri lesendum fer þó sífellt fjölgandi. Mæling fyrir árið 2022 sýndi 7,5% lestur fólks á aldrinum 18–29 ára. Lesturinn hefur tvöfaldast í þessum aldursflokki því í dag mælist Bændablaðið með 14,8% lestur og er þar einnig mest lesni prentmiðill landsins. Rúmlega 12 prósent lesenda á aldrinum 18–29 ára sögðust lesa Morgunblaðið og ívið fleiri yngri lesendur sögðust lesa Viðskiptablaðið (7,1%) en Heimildina (6,7%).

Bændablaðið er langmest lesni prentmiðillinn þegar skoðað er aldursbilið 35–54 ára. Þar mælist Bændablaðið með 21,9 prósenta lestur, Morgunblaðið með 12,8 prósent, Heimildin með 10,4 prósent og Viðskiptablaðið með 6,1 prósenta lestur. Bændablaðið er frekar lesið meðal karla (32,9%) en kvenna (26,8%) og nýtur mikillar hylli í elsta aldurshópi lesenda, 60–80 ára og er þar með 51% meðallestur.

Mælingin fór fram á síðasta ársfjórðungi ársins 2024. Í Prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti. Um 30 svörum er safnað á hverjum degi, eða um 2.500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtakinu eru Íslendingar á aldrinum 18–80 ára af landinu öllu.

Skylt efni: Bændablaðið

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...