Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Veðurspá vetrarins í Old Farmer's Almanac 2019.
Fréttir 19. september 2018

Bændaalmanakið spáir frekar mildum vetri

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í Norður-Ameríku er á hverju ári gefið út rit sem heitir Old Farmer's Almanac, og inniheldur veðurspá fyrir komandi vetur. Í almanakinu fyrir 2019 er spáð mun mildari vetri en var 2017–2018. 
 
Í ritinu sem hefur verið gefið út síðan 1792 er því spáð að á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna megi búast við mildum vetri með hitastigi yfir meðaltali. Kaldasta tímabilið verði frá miðjum desember og muni vara fram í miðjan febrúar. Er þessi spá sögð glettilega lík spá haf- og loftslagsstofnunarinnar National Oceanic Atmospherics Administration (NOAA). 
 
 
Á Flórída og upp með ströndinni upp undir New York er búist við hlýjum og þurrum vetri. Þar norður af og upp undir vötnin miklu og vestur í Iowa, Arkansas og Louisiana verðu hlýtt og blautt, en mildur snjóavetur í Kansas og hluta af Missouri. Í miðvesturríkjunum frá Texas og upp í Norður- Dakota við landamæri Kanada verði sólríkt og þurrt. 
 
Í heild spáir Old Farmer's Almanac því að sjókoma verði minni en í meðalári á flestum svæðum, en meiri vestur undir sunnanverðum Klettafjöllum. Fremur kalt og snjóasamt verði t.d. í Nýju-Mexíkó, Arizona og í fjalllendi austurhluta Kaliforníu.
 
Líka spáð frekar mildum vetri víðast í Kanada
 
Í Kanada er því spáð að hitastigið í vetur verði að jafnaði yfir meðallagi. Kaldast verði í síðari hluta desember eins og vænta mátti og fram í miðjan febrúar.
 
Úrkoma mun verða undir meðallagi í norðausturhéruðunum, en yfir meðallagi í suðvestur­héruðunum. 
Snjókoma mun verða yfir meðallagi í suðausturhéruðunum, en undir meðallagi í norðvestur­héruðunum með mestu snjókomunni í seinni hluta janúar, mið-febrúar og í fyrrihluta mars. 
 
Apríl og maí 2019 munu verða heldur kaldari og þurrari en venjulega. Þá mun næsta sumar verða heldur kaldara og þurrara en í meðalári. Næsta haust mun hins vegar verða blautara og kaldara en meðaltalið segir til um. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...