Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Mynd / Aðsend
Menning 31. mars 2023

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Brynja Baldursdóttir hefur hlotið nafnbótina bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023 en viðurkenningin var afhent nýlega í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Þetta er fjórtánda árið sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann ársins. Brynja, sem er myndlistarmaður og grafískur hönnuður, er fædd 1964 og búsett á Siglufirði. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1982-1986 og er hún með mastersgráðu frá Royal College of Art í Bretlandi þar sem hún stundaði einnig doktorsnám.

Brynja hefur sýnt verk sín víða hér heima og erlendis og eru hennar helstu listform bóklist og lágmyndir. Þá má geta þess að EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg festi nýverið kaup á stóru verki eftir Brynju sem kemur til með að verða sett upp fyrir aftan dómarana í dómsal í höfuðstöðvum þeirra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f