Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Nú þegar hefur stór hluti af áburði næsta árs verið seldur. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir gerir Yara ekki ráð fyrir mikilli söluminnkun.
Mynd / Yara International ASA
Fréttir 30. september 2022

Áburðarsala í fullum gangi þrátt fyrir hátt verð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norskir bændur eru byrjaðir að versla inn tilbúinn áburð fyrir næsta ár. Salan byrjaði þegar í júní og segja fulltrúar Yara söluna vera svipaða og undanfarin ár. Bondabladet greinir frá.

Anders Trømborg, markaðsstjóri hjá Yara, gerir ráð fyrir að salan verði 30-40 þúsund tonnum undir meðalárinu.

Þróunin virðist stefna í þá átt að bændur kaupi frekar áburð með háu köfnunarefnisinnihaldi og leggi meira upp úr betri nýtingu húsdýraáburðar. Samkvæmt Trømborg eru það sérstaklega kúabændur sem hafa breytt sínum aðferðum til að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á tilbúinn áburð.

Í kringum síðustu mánaðamót er líklegt að 35-40 prósent af sölunni á þrígildum áburði og 25-30 prósent af sölunni á tvígildum áburði hafi þegar verið staðfest, og því má segja að sölutímabilið sé í fullum gangi.

Þrátt fyrir miklar verðhækkanir á áburðarefnum og brostnar aðfangakeðjur gerir Yara ekki ráð fyrir að lenda í vandræðum með afhendingu á norska markaðinn næsta vor. Trømborg viðurkennir þó að hátt gasverð í Evrópu og skert aðgengi að flutningaskipum hafi flækt málin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...