Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Mynd / Eddie Pipocas
Fréttir 7. júlí 2023

Avókadó innkallað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun varar við neyslu á avókadó frá vörumerkinu Avocado Hass, sem Bananar ehf. flytja inn frá Perú.

Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði (RASFF) sendi íslenskum yfirvöldum tilkynningu um of mikið magn kadmíum í nokkrum framleiðslulotum. Bananar ehf. og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa unnið saman að innköllun varanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá MAST. Þær vörur sem um ræðir eru avókadó í neti, avókadó í lausu og 2pack avókadó sem selt er í gegnum Bónus og Hagkaup um allt land, ásamt ýmsum stóreldhúsum. Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur: LOT 25G og LOT 26B (24-03).

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að farga henni eða skila til Banana ehf. í Korngörðum gegn endurgreiðslu.

Á Vísindavefnum kemur fram að kadmíum hafi ekki þekkt hlutverk í lífverum og geti haft eitrunaráhrif í litlu magni. Kadmíum skemmir meðal annars nýru og lungu, veikir beinin og getur verið krabbameinsvaldandi. Kadmíum telst til þungmálma sem safnast fyrir í lífverum og gróðri og berast upp fæðukeðjuna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...