Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Austin-dráttarvélin reynd við jarðvinnslu á Korpúlfsstöðum, ef til vill vorið 1923.
Austin-dráttarvélin reynd við jarðvinnslu á Korpúlfsstöðum, ef til vill vorið 1923.
Mynd / Úr bókinni Korpúlfsstaðir eftir Birgi Sigurðsson
Lesendarýni 5. maí 2021

Austin-dráttarvélin sem lenti í skugganum

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Fyrra stríðið ýtti mjög undir þróun traktora, ekki síst hjólatraktora. Mannsafl til matvælaframleiðslunnar skorti svo að ákaft var kallað á vélaafl. Englendingurinn Herbert Austin (f. 1866) tók með góðum árangri þátt í kapphlaupi dráttarvélasmiða. Með auga á hönnun Henry Ford smíðaði hann tuttugu hestafla dráttarvél sem sérstaklega skyldi henta breskum bændum. Fyrir vélina hlaut hann silfurmedalíu plægingarfélaga árið 1919 og árið eftir vakti hún mikla athygli á stóru landbúnaðarsýningunum, svo mikla að eftir Hálandasýninguna það árið keypti Bretakóngur eina Austin-dráttarvél til nota á búi sínu í Balmoral.

Búnaðarfélag Íslands sendi ráðunaut sinn, Eggert Briem, til Englands árið 1920 til þess að „kynna sjer sem bezt, alt er að búnaðarverkfærum lýtur.“ Ytra rakst hann á Sigurð Þórólfsson frá Baldursheimi sem þar hugaði að smábýlarækt og notkun verkfæra. Þeim félögum leist svo vel á Austin-dráttarvélina að þeir hvöttu Búnaðarfélagið til þess að kaupa eina vél og sex vagna enda var það helsta hugmynd þeirra að beita vélinni til flutninga.

Austin-dráttarvélin í frumgerð sinni. Mynd / Mike Eggenton

Þótt athygli vekti á Búsáhalda­sýningunni 1921 hvarf Austin-dráttarvélin í skugga Lanz-þúfna­banans, sem yfirtók sviðið seinna um sumarið. Það heillaði áhrifamikla jarðræktarmenn að geta með honum fræst niður þúfurnar í einni eða tveimur umferðum. Jarðvinnslutæki við hæfi Austin-vélarinnar skorti og fátt hvatti því til notkunar hennar í því skyni. Ekkert varð því af tilraunum til þess að beita dráttarvélinni til jarðvinnslu eða ræktunar.

Austin-dráttarvélin stóð iðjulaus líklega til vors 1923 en þá var hún komin að Korpúlfsstöðum, þar sem brotið var land með Lanz-þúfnabananum. Sáð skyldi grænfóðri í fyrstu spildurnar. Árni G. Eylands, sem með þessar vélar kunni að fara, skrifaði m.a.: „Var þá Austin traktorinn tekinn, tjaslað aftan í hann tveimur gömlum diskaherfum og útgerð þessi notuð til þess að herfa niður hafra í flögin. Þá var einnig reynt að plægja með traktornum“ . . . Seinna skrifaði Árni: „Þetta var hin fyrsta jarðvinnsla með traktor á Íslandi sem nokkru nam og kom að fullkomnum notum.“ Hér má þó minnast Avery-hjólatraktorsins sem komið hafði fimm árum fyrr (1918) til Akraness en reyndist ekki alls kostar. Austin-vélin í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri er góður fulltrúi þessara aldar gömlu tilrauna og tímamóta.

Það er hins vegar af dráttar­vélasmiðju Herberts Austin að segja að þótt hún kæmist upp í að smíða 66 dráttarvélar á viku (1920), brást markaðurinn; hún beið lægri hlut m.a. fyrir ódýrari framleiðslu Henry Ford. Af hagkvæmniástæðum var dráttarvélamíðin flutt til Frakklands. Í byrjun seinna stríðs lenti hún í höndum Þjóðverja sem héldu henni gangandi fram til 1942.

Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri

Skylt efni: dráttarvélar | traktorar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...