Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi
Mynd / smh
Fréttir 14. febrúar 2017

Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi

Höfundur: ehg / Samvirket
Verslanakeðjan REMA 1000, bændaverslunin Felleskjøpet, Norgesmøllene AS og Meistara­bakararnir hafa nú komið á fót lífrænum sjóði í Noregi og var stofnféð rúmar 100 milljónir íslenskra króna. 
 
Markmið sjóðsins er að koma til móts við umframkostnað bænda sem skipta úr hefðbundnum landbúnaði yfir í lífræna kornræktun. 
 
Ferlið við að skipta yfir í lífræna ræktun tekur tíma og framleiðslan fer í gegnum breytingarferli og fyrir bóndann leiðir þetta af sér óöryggi og áskoranir í sölu á afurðum meðan á ferlinu stendur. Sjóðurinn á að tryggja þetta breytingarferli fyrir norska bændur. REMA 1000 er eigandi sjóðsins en dreifing fjármuna verður tekin í sameiningu þeirra sem að sjóðnum koma. Markmiðið er að bændur sem skipta yfir í lífræna ræktun fái breytingartryggingu á sinni framleiðslu. Einnig er hugsunin á bakvið að þróa heildarvirðiskeðju fyrir lífræna kornræktun frá bónda til fullunninna vara í verslunum. Að auki mun verðmunur á lífrænum matvælum og úr hefðbundnum landbúnaði minnka án þess að bóndinn, kornmyllan eða kaupmaðurinn tapi á því.
 
„Við finnum fyrir auknum áhuga á lífrænum matvælum og þess vegna viljum við gera aðgengi neytenda að þeim betri. Með sjóðnum tökum við saman stórt skref í lífræna átt sem við teljum að geti sett frekari kraft í framleiðsluna hér í landi,“ segir Lars Kristian Lindberg, framkvæmdastjóri deilda- og innkaupa hjá REMA 1000. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f