Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aukin ending minnkar sótsporið
Fréttir 18. júlí 2022

Aukin ending minnkar sótsporið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Kúabændur víða um heim setja á allar kvígur og þegar þær koma inn í framleiðsluna þurfa eldri kýr að víkja fyrir þeim sem yngri eru.

Oft er endurnýjunarhlutfallið í kringum 40% á ári en með því að lækka það í 30% má draga úr sótspori búa um 6% samkvæmt dönskum tölum. Aukin ending kúa fæst fyrst og fremst með því að hlúa vel að heilsufari og frjósemi kúnna, auk þess sem afurðasemin verður vissulega að vera til staðar.

Þannig verður aukin ending kúa ekki einungis góð fyrir afkomuna og velferð gripanna, en margsannað er að endingargóðar kýr eru lang hagkvæmastar, heldur er aukin ending ekki síður góð fyrir sótsporið. Skýringin á þessu felst einfaldlega í því að fyrstu tvö ár ævinnar framleiðir gripurinn ekki mjólk og kostar því fyrst og fremst þegar horft er til umhverfisbókhaldsins.

Með því að auka endinguna deilast þessi uppeldisáhrif því yfir á lengri tíma. Danskar tölur sýna að sé endurnýjunarhlutfallið 40%, og kvígurnar bera 24 mánaða, þarf 89 kvígur í eldi á hverjum tíma á hverjar 100 kýr. Ætla mætti að hér þyrfti 80 kvígur en tilfellið er að ekki allar kvígur ná því að verða mjólkurkýr.

Ef endurnýjunarhlutfallið er hins vegar lækkað í t.d. 35% þarf ekki nema 75 kvígur og því þarf ekki að ala upp 14 kvígur aukalega miðað við 40% endurnýjunarhlutfall.

landbrugsavisen.dk - SNS

Skylt efni: utan úr heimi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f