Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Holdablendingsnaut úr tilrauninni.
Holdablendingsnaut úr tilrauninni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 27. febrúar 2025

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum skýrslu sem Matís hefur gefið út um áhrif fóðrunar á gæði kjöts af íslenskum holdanautum kemur fram að helstu áhrifaþættir á kjötgæði og upplifun neytenda séu meðal annars sláturaldur og fitusprenging.

Fóðurtilraunir með fjóra nautahópa lágu til grundvallar rannsóknunum, þar sem skoðuð voru áhrif á kjötgæði út frá annars vegar hlutfalli korns í fóðri og hins vegar nautgripakyni þar sem bæði voru holdanautablendingar og ungneyti af íslenska kúakyninu. Aukið kornhlutfall í fóðri holdablendinga hafði jákvæð áhrif á kjötgæði samkvæmt neytendakönnun. Kjötgæðin voru almennt meiri, það var safaríkara, meyrara og bragðbetra en samanburðarhópur af íslensku ungneytunum.

Aukinn vaxtahraði og meiri fitusprenging

Með auknu kornhlutfalli náðust fram áhrif eins og aukinn vaxtarhraði, lækkun sláturaldurs, aukin fitusprenging og innanvöðvafita, ljósari kjötlitur, hækkað hlutfall Omega-6 fitusýra og lækkað hlutfall Omega-3 fitusýra.

Í skýrslunni er dregin sú ályktun að til að tryggja stöðugri gæði á íslensku nautakjöti með hærra verði og meiri arðsemi í huga þurfi að verða skýr aðgreining á íslensku nautakjöti, til dæmis hvað varðar aldur sláturgripanna í markaðssetningu. Þannig sé hægt að bæta markaðsstöðu og samkeppnishæfni nautakjöts af íslenskum holdablendingum.

Breytileiki í erfðasamsetningu holdablendinganna

Markmið verkefnisins var að kanna hvaða áhrif kornhlutfall 0, 20 og 40 prósent af heildarþurrefnisáti holdablendinga hefði á gæði og eiginleika nautakjötsins. Að auki var verkefninu ætlað að afla upplýsinga um kröfur og upplifun neytenda á íslensku nautakjöti.

Sýni til mælinga voru af hryggvöðvum gripa úr fóðurathugun sem höfðu fengið uppeldi eftir ofangreindri fóðursamsetningu þar til þeir náðu um 620–630 kílóa lífþunga, eða um 300 kílóa fallþunga fyrir slátrun. Sláturaldur nautgripanna var á bilinu 15,9–27,5 mánaða.

Hver nautahópur taldi 12 naut. Þar af var einn hópur nauta af íslenska kúakyninu en þrír hópar holdablendinga, alls 48 gripir. Töluverður breytileiki var í erfðasamsetningu holdablendinganna en valið var í hópa eftir erfðagreiningu til þess að lágmarka breytileika vegna kúakyns eins og kostur var. Meðaltöl fyrir kyn holdablendingshópanna voru; 21 prósent íslenskt kúakyn, 34 prósent Angus, 41 prósent Galloway og þrjú prósent Limosin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...