Aukafjárveiting í styrki til orkusparandi aðgerða
Fréttir 25. nóvember 2025

Aukafjárveiting í styrki til orkusparandi aðgerða

Höfundur: Þröstur Helgason

Ákveðið hefur verið að ráðstafa aukalega hundrað milljónum króna til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum þar sem hvatt er til fjárfestinga í orkusparandi tækni og búnaði í ylrækt.

Í tilkynningu á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis kemur fram að í ljósi góðs árangurs fyrri úthlutunar til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum hefur Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákveðið að veita auknu fé til styrkjanna.

Bætt orkunýtni

Markmið þeirra er að draga úr orkunotkun í gróðurhúsum og bæta orkunýtni, meðal annars með innleiðingu á LED-ljósum og öðrum orkusparandi búnaði. Aðgerðirnar eiga að skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir bændur og stuðla að minni orkuþörf samfélagsins í heild, eins og fram kemur í tilkynningunni.

Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra bendir á að samkvæmt mati Umhverfis- og orkustofnunar er orkusparnaðurinn af átakinu frá því í vor verulegur, eða allt að 8,3 GWst, sem jafngildir árlegri raforkunotkun 2 þúsund heimila. „Nú gefum við í og styðjum enn frekar við orkusparandi aðgerðir í gróðurhúsum með aukinni fjárveitingu. Ég hvet garðyrkjubændur eindregið til að taka þátt.“

Styrkhæfi verkefna og áherslur

Styrkirnir verða veittir til framleiðenda garðyrkjuafurða og verður áhersla lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins. Horft verður til eftirfarandi forgangsröðunar við úthlutun, segir í tilkynningu:

  • Verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu.
  • Verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni í rekstri gróðurhúss.
  • Lausnir sem auka tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar.
  • Verkefni sem nýtast sem fyrirmynd fyrir aðra í greininni.
  • Hvort verkefni hafi áður hlotið stuðning frá Loftslags- og orkusjóði.

Hámarksstyrkhlutfall og styrkfjárhæð er mest 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðanda garðyrkjuafurða.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Loftslags- og orkusjóðs og er umsóknarfrestur til 15. desember 2025.

Skylt efni: ylrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f